Fara í efni

Auglýsing um ákv. ráðherra til að tryggja starfshæfi sveitarstjórna

Málsnúmer 2107154

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 976. fundur - 11.08.2021

Lögð fram auglýsing um ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra til að tryggja starfhæfi sveitarstjórna og auðvelda ákvarðanatöku við stjórn sveitarfélaga.
Á grundvelli þess að heilbrigðisráðherra hefur sett reglugerð um að setja tímabundna takmörkun á samkomum vegna Covid-19 sjúkdómsins, hefur samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra tekið svofellda ákvörðun, með vísan til 3. mgr. 131. gr. sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011.
Til að tryggja starfhæfi sitt og til að auðvelda ákvarðanatöku við stjórn sveitarfélag er öllum sveitarstjórnum heimilt að taka eftirfarandi ákvarðanir, sem fela m.a. í sér tímabundin frávik frá skilyrðum ákvæða 3. og 4. mgr. 17. gr., 5. mgr. 35.gr., 1. mgr. 40.gr., 1. og 2. mgr. 42. gr. sveitarstjórnarlaga, 10. og 11. gr. auglýsingar um leiðbeiningar um ritun fundargerða sveitarstjórna, nr. 22/2013 og 5. gr. auglýsingar um leiðbeiningar um notkun fjarfundarbúnaðar á fundum sveitarstjórna, nr. 1140/2013.
1. Að nota fjarfundarbúnað á fundum sveitarstjórnar og nefnda sveitarfélagsins, án þess mælt sé fyrir um notkun slíks búnaðar í samþykktum sveitarfélagsins.
2. Að ákveða að engin takmörk verði á fjölda fundarmanna sem taka þátt í fundum sveitarstjórnar og nefnda sveitarfélagsins með fjarfundarbúnaði.
3. Að ákveða að valdsvið nefnda verði með öðrum hætti en mælt er fyrir um í samþykktum sveitarfélagsins.
4. Að fela fastanefnd eða einstökum starfsmönnum sveitarfélagsins fullnaðarafgreiðslu tiltekinna mála sm varða ekki verulega fjárhag sveitarfélags og lög eða eðli máls mæla ekki sérstaklega gegn, þrátt fyrir að kveðið sé á um annað í samþykktum sveitarfélagsins.
5. Að ákveða að staðfesting fundargerða sveitarstjórnar verði með öðrum hætti en mælt er fyrir um í 10. og 11. gr. auglýsingar um leiðbeiningar um ritun fundargerða sveitarstjórna, nr. 22/2013.
Sveitarstjórnum er heimilt að taka þessar ákvarðanir á fundi þar sem allir fundarmenn taka þátt í fundinum í gegnum fjarfundarbúnað.
Heimild þessi tekur gildi 1. ágúst 2021 og gildir til 1. október 2021.
Byggðarráð samþykkir að heimila framkvæmd funda í samræmi við auglýsinguna.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 990. fundur - 17.11.2021

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 16. nóvember 2021 frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti þar sem tilkynnt er um að vegna fjölgunar COVID-19 smita í samfélaginu hefur samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra veitt sveitarstjórnum tímabundna heimild til að ákveða að sveitarstjórnarmönnum sé heimilt að taka þátt í fundum sveitarstjórna eða nefnda og ráða á vegum sveitarfélaga, þrátt fyrir að um annað sé getið í samþykktum þeirra. Heimildin gildir til 31. janúar 2022.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 417. fundur - 24.11.2021

Vísað frá 990. fundi byggðarráðs frá 17. nóvember sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar þannig bókað:

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 16. nóvember 2021 frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti þar sem tilkynnt er um að vegna fjölgunar COVID-19 smita í samfélaginu hefur samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra veitt sveitarstjórnum tímabundna heimild til að ákveða að sveitarstjórnarmönnum sé heimilt að taka þátt í rafrænum fundum sveitarstjórna eða nefnda og ráða á vegum sveitarfélaga, þrátt fyrir að um annað sé getið í samþykktum þeirra. Heimildin gildir til 31. janúar 2022.

Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með niu atkvæðum.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 1003. fundur - 16.02.2022

Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 9. febrúar 2022 frá innviðaráðuneytinu varðandi auglýsingu um ákvörðun innviðaráðherra til að tryggja starfhæfi sveitarstjórna og auðvelda ákvarðanatöku við stjórn sveitarfélaga. Til að tryggja starfhæfi sveitarstjórna og til að auðvelda ákvarðanatöku við stjórn sveitarfélaga er öllum sveitarstjórnum heimilt að taka ákvarðanir sem fela í sér tímabundin frávik frá ákvæðum samþykkta þeirra um stjórn sveitarfélaga, sem mæla fyrir framkvæmd fjarfunda, sbr. 2. mgr. 19. gr. sveitarstjórnarlaga.
Sveitarstjórnum er heimilt að taka þessar ákvarðanir á fundi þar sem allir fundarmenn taka þátt í fundinum með rafrænum hætti. Heimild þessi öðlast gildi 2. febrúar og gildir til 31. mars 2022.