Fara í efni

Starrastaðir 146225 - Umsókn um landskipti

Málsnúmer 2104236

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 406. fundur - 12.05.2021

Þinglýstir eigendur jarðarinnar Starrastaða, landnúmer 146255, í Skagafirði, óska eftir heimild til að stofna 3.397,6 m² og 3.333,7 m² lóðir úr landi jarðarinnar, sem „Starrastaðir 2“ og „Litla-Horn“, skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S01 í verki 757601 útg. 15. apríl 2021. Afstöðuuppdráttur unnin hjá Stoð ehf.verkfræðistofu. Starrastaðir 2 verður 3.397,6 m² að stærð og Litla-Horn verður 3.333,7 m². Óskað er eftir því að útskiptar lóðir verði leystar úr landbúnaðarnotkun og skráðar sem Íbúðarhúsalóðir (10). Kvöð um yfirferðarrétt að útskiptum lóðum er í landi Starrastaða, L146225, eins og sýnt er á meðfylgjandi afstöðuuppdrætti. Engin hlunnindi fylgja landskiptum. Lögbýlarétturinn mun áfram fylgja Starrastöðum, landnr. 146225.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrir lagt.