Fara í efni

Skógargata 1 - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2104058

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 404. fundur - 13.04.2021

Knútur Aadnegard kt 020951-2069, sækir um byggingarleyfi vegna breytinga á Skógargötu 1, Sauðárkróki. Breytingar felast í að gerðar verða íbúðir á öllu hæðum hússins. Skipulags- og byggingarnefnd gerir ekki athugasemdir við að byggingarfulltrúi veiti byggingarleyfi fyrir umbeðnum breytingum hússins en vísar að öðru leiti til fyrri samþykkta nefndarinnar varðandi afmörkun lóða og gerð deiliskipulags fyrir svæðið í kring.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 410. fundur - 19.05.2021

Fyrir liggur umsókn Knúts Aadnegard kt 020951-2069, um leyfi til að gera breytingar á Skógargötu 1, Sauðárkróki. Fyrirhugað er að gerðar verði íbúðir á öllum hæðum hússins með tilheyrandi breytinum.
Fyrirhugaðar framkvæmdir samræmast skipulagsáætlunum á svæðinu og framlagðir uppdrættir uppfylla ákvæði laga og reglugerða.
Þar sem húsnæðið er innan verndarsvæðis í byggð óskar byggingarfulltrúi eftir því við Sveitastjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar að tekin sé afstaða til umsóknarinnar sbr. 6. gr. laga nr. 87/2015 um verndarsvæði í byggð.

Sveitarstjórn samþykkir með níu atkvæðum að fela byggingarfulltrúa að auglýsa fyrirhugaða framkvæmd og skal auglýsingartími vera tvær vikur.
Hafi ábendingar og/eða athugasemdir ekki borist fyrir lok auglýsingartíma skal byggingarfulltrúa falin afgreiðsla málsins.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa Svf Skagafjarðar - 123. fundur - 16.06.2021

Knútur Aadnegard, kt 020951-2069 sækir um leyfi til að gera breytingar á Skógargötu 1 á Sauðárkróki. Fyrirhugað er að gerðar verði íbúðir á öllu hæðum hússins. Framlagðir aðaluppdrættir gerðir af Þóri Guðmundssyni, kt. 040381-5389. Uppdrættir eru númer A-100 til og með A-106, dagsettir 06.04.2021. Byggingaráform samþykkt.