Fara í efni

Byggðarráð Skagafjarðar - 956

Málsnúmer 2103007F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 408. fundur - 17.03.2021

Fundargerð 956. fundar byggðarráðs frá 10. mars 2021 lögð fram til afgreiðslu á 408. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefásson kynnti fundargerð. Ólafur Bjarni Haraldsson, Bjarni Jónsson, Gísli Sigurðsson, Axel Kárason, Álfhildur Leifsdóttir, Stefán Vagn Stefánsson, með leyfi varaforseta, Jóhanna Ey Harðardóttir, Ólafur Bjarni Haraldsson, Gísli Sigurðsson, og Bjarni Jónsson kvöddu sér hljóðs.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 956 Farið yfir stöðu mála varðandi deiliskipulag hafnarsvæðis Sauðárkrókshafnar. Fundinn sátu fulltrúar frá Stoð verkfræðistofu, Eyjólfur Þórarinsson, Árni Ragnarsson og Björn Magnús Árnason, Dagur Þ. Baldvinsson yfirhafnarvörður, Steinn Leó Sveinsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs svo og formaður umhverfis- og samgöngunefndar Ingibjörg Huld Þórðardóttir og Guðlaugur Skúlason varaformaður. Bókun fundar Afgreiðsla 956. fundar byggðarráðs staðfest á 408. fundi sveitarstjórnar 17. mars 2021 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 956 Málið áður á 940. fundi byggðarráðs þann 19. nóvember 2021 og samþykkti ráðið að óska eftir kynningu á verkefninu frá félagsmálaráðuneytinu. Fulltrúar ráðuneytisins, Linda Rós Alfreðsdóttir og Hrafnhildur Kvaran kynntu verkefnið í gegnum fjarfundabúnað. Bókun fundar Afgreiðsla 956. fundar byggðarráðs staðfest á 408. fundi sveitarstjórnar 17. mars 2021 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 956 Farið yfir mál vegna jarðvegsmengunar á Hofsósi sem stafar frá eldsneytisafgreiðslu N1 á staðnum. Fundinn sat Steinn Leó Sveinsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs auk þess sem Baldvin Jónbjarnarson starfsmaður Eflu verkfræðistofu tók þátt í gegnum fjarfundabúnað. Bókun fundar Afgreiðsla 956. fundar byggðarráðs staðfest á 408. fundi sveitarstjórnar 17. mars 2021 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 956 Umræður um viðbyggingu við leikskólann Ársali. Steinn Leó Sveinsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
    Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra og sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs að ráðast í gerð útboðs á framkvæmdinni.
    Bókun fundar Ólafur Bjarni Haraldsson, Bjarni Jónsson, Gísli Sigurðsson, Axel Kárason, Álfhildur Leifsdóttir, Stefán Vagn Stefánsson, með leyfi varaforseta, Jóhanna Ey Harðardóttir kvöddu sér hljóðs.

    Ólafur Bjarni tók til máls og lagði fram eftirfarndi bókun:
    Fulltrúar Byggðalista telja mikilvægt að litið sé til framtíðar þegar farið er af stað í framkvæmdir á vegum sveitarfélagsins. Ef við viljum að fjölskyldufólk setjist hér að, verðum við að tryggja næg leikskólarými, sem eru í takt við þær kröfur sem gerðar eru hverju sinni. Þar má ekkert gefa eftir. Það er löngu orðið tímabært að fjölga daggæslurýmum á Sauðárkróki. Árið 2019 var á fjárhagsáætlun fyrstu skref framkvæmda við stækkun yngra stigs Ársala, sem svo ekkert varð úr. Að það hafi tekið 2 ár að átta sig á því að það væri ekki hentugt er einfaldlega of langur tími. Því er mikilvægt, og í raun eðlilegt framhald af þessari ákvörðun að farið verði á fullt í að hanna og útfæra nýjan leikskóla á Sauðárkróki, og þannig tryggja næg leikskólarými til framtíðar. Það er vel að sú umræða er farin af stað, og ber að fagna.
    Ólafur Bjarni Haraldsson og Jóhanna Ey Harðardóttir.

    Gísli Sigurðsson tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun frá meirihlutanum:
    Leikskólarnir í Skagafirði leggja alla jafna mikið á sig til að verða við óskum um að taka við öllum börnum eins árs og eldri í upphafi nýs skólaárs. Leikskólastjórar ásamt fræðslustjóra hafa farið ítarlega í gegnum biðlista við leikskólana sem og fæðingartölur og aðrar upplýsingar sem liggja fyrir um íbúaþróun. Miðað við þær upplýsingar sem fyrir liggja verður ekki annað séð en að leikskólarnir geti orðið við öllum óskum um leikskólarými fyrir eins árs börn og eldri í upphafi næsta skólaárs. Hins vegar tekur meirihluti sveitarstjórnar undir það að mikilvægt er að hugsa þessi mál til framtíðar, ekki síst í ljósi breytinga í umhverfi leikskóla, lengingar fæðingarorlofs o.fl.

    Bjarni Jónsson kvaddi sér hljóðs.

    Afgreiðsla 956. fundar byggðarráðs staðfest á 408. fundi sveitarstjórnar 17. mars 2021 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 956 Steinn Leó Sveinsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið og kynnti stöðu mála varðandi framkvæmdir og meira háttar viðhald ársins 2021. Bókun fundar Afgreiðsla 956. fundar byggðarráðs staðfest á 408. fundi sveitarstjórnar 17. mars 2021 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 956 Lagður fram tölvupóstur, dagsettur 2. mars 2021, úr máli 2103030 hjá sýslumannembættinu á Norðurlandi vestra. Með umsókn dagsettri 22.02. 2021. sækir Tómas H. Árdal, f.h. Spíra ehf., kt. 420207-0770, um leyfi til að reka gististað í flokki II að Lindargötu 1, 550 Sauðárkróki. Hótel Tindastóll fnr. 213-1973.
    Byggðarráð gerir ekki athugasemd við umsóknina.
    Bókun fundar Afgreiðsla 956. fundar byggðarráðs staðfest á 408. fundi sveitarstjórnar 17. mars 2021 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 956 Lagður fram tölvupóstur, dagsettur 2. mars 2021, úr máli 2103031 hjá sýslumannembættinu á Norðurlandi vestra. Með umsókn dagsettri 22.02. 2021 sækir Tómas H. Árdal, f.h. Spíra ehf., kt. 420207-0770, um leyfi til að reka gististað í flokki IV að Lindargötu 3, 550 Sauðárkróki. Hótel Tindastóll fnr. 213-1975.
    Byggðarráð gerir ekki athugasemd við umsóknina.
    Bókun fundar Afgreiðsla 956. fundar byggðarráðs staðfest á 408. fundi sveitarstjórnar 17. mars 2021 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 956 Lagður fram tölvupóstur, dagsettur 2. mars 2021, úr máli 2103036 hjá sýslumannembættinu á Norðurlandi vestra. Með umsókn dagsettri 22.02.2021. sækir Tómas H. Árdal, f.h. Stá ehf., kt. 520997-2029, um leyfi til að reka veitingahús í flokki II að Aðalgötu 7, 550 Sauðárkróki. Mælifell, Aðalgötu 7, fnr. 213-1110.
    Byggðarráð gerir ekki athugasemd við umsóknina.
    Bókun fundar Afgreiðsla 956. fundar byggðarráðs staðfest á 408. fundi sveitarstjórnar 17. mars 2021 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 956 Lagður fram tölvupóstur, dagsettur 3. mars 2021, úr máli 2101352 hjá sýslumannembættinu á Norðurlandi vestra. Með umsókn dagsettri 26.01. 2021. sækir Guðrún Lárusdóttir, kt. 240866-5799, Keldudal, 551 Sauðárkrókur, um leyfi til að reka gististað í flokki II í sumarhúsi, gestahús Keldudal, 551 Sauðárkrókur. Fnr. 2267660.
    Álfhildur Leifsdóttir óskar bókað að hún taki ekki þátt í afgreiðslu málsins.
    Byggðarráð gerir ekki athugasemd við umsóknina.
    Bókun fundar Afgreiðsla 956. fundar byggðarráðs staðfest á 408. fundi sveitarstjórnar 17. mars 2021 með átta atkvæðum. Álfhildur Leifsdóttir óskar bókað að hún taki ekki þátt í afgreiðslu málsins.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 956 Lagður fram tölvupóstur, dagsettur 3. mars 2021, úr máli 2103060 hjá sýslumannembættinu á Norðurlandi vestra. Með umsókn dagsettri 03.03. 2021. sækir Guðrún Lárusdóttir, kt. 240866-5799, Keldudal, 551 Sauðárkrókur, um leyfi til að reka gististað í flokki II að Keldudal, Leifshús, 551 Sauðárkrókur. Fnr. 2337407.
    Álfhildur Leifsdóttir óskar bókað að hún taki ekki þátt í afgreiðslu málsins.
    Byggðarráð gerir ekki athugasemd við umsóknina.
    Bókun fundar Afgreiðsla 956. fundar byggðarráðs staðfest á 408. fundi sveitarstjórnar 17. mars 2021 með átta atkvæðum. Álfhildur Leifsdóttir óskar bókað að hún taki ekki þátt í afgreiðslu málsins.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 956 Lögð fram umsókn frá Mælifelli, frímúrarastúku, dagsett 2. mars 2021 um lækkun fasteignaskatts 2021 vegna fasteignarinnar F2256680, Borgarmýri 1A, Sauðárkróki.
    Gísli Sigurðsson óskar bókað að hann taki ekki þátt í afgreiðslu málsins.
    Byggðarráð samþykkir að fella niður fasteignaskatt af framangreindri fasteign um 30% samkvæmt reglum sveitarfélagsins þar um.
    Bókun fundar Afgreiðsla 956. fundar byggðarráðs staðfest á 408. fundi sveitarstjórnar 17. mars 2021 með átta atkvæðum. Gisli Sigurðsson óskar bókað að hann taki ekki þátt í afgreiðslu málsins.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 956 Lagt fram bréf, dagsett 2. mars 2021, frá Stapa lífeyrissjóði. Boðað er til rafræns fulltrúaráðsfundar sjóðsins þriðjudaginn 30. mars 2021 kl. 16:00. Fulltrúaráðið er skipað þeim sem tilnefndir voru á ársfund sjóðsins þann 30. júní 2020 sem fulltrúar þeirra aðildarfélaga, sem að sjóðnum standa. Á 920. fundi byggðarráðs þann 24. júní 2020 var samþykkt að Margeir Friðriksson, sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs yrði fulltrúi sveitarfélagsins. Bókun fundar Afgreiðsla 956. fundar byggðarráðs staðfest á 408. fundi sveitarstjórnar 17. mars 2021 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 956 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 22. febrúar 2021 frá nefndasviði Alþingis. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um um stjórnarskipunarlög (kosningaaldur), 188. mál. Óskað er eftir umsögnum frá öllum sveitarfélögum og öllum ungmennaráðum sveitarfélaga.
    Byggðarráð telur eðlilegt að sjálfræðisaldur og kosningaaldur fari saman.
    Bókun fundar Afgreiðsla 956. fundar byggðarráðs staðfest á 408. fundi sveitarstjórnar 17. mars 2021 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 956 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 2. mars 2021 frá nefndasviði Alþingis. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um kosningar til sveitarstjórna, nr. 5/1998, með síðari breytingum (kosningaaldur), 272. mál.
    Byggðarráð telur eðlilegt að sjálfræðisaldur og kosningaaldur fari saman.
    Bókun fundar Afgreiðsla 956. fundar byggðarráðs staðfest á 408. fundi sveitarstjórnar 17. mars 2021 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 956 Lagt fram bréf dagsett 7. mars 2021 frá skipstjórum og eigendum báta sem gerðir eru út frá Hofsósi, varðandi ábendingar vegna fyrirhugaðra framkvæmda við höfnina á Hofsósi.
    Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til afgreiðslu umhverfis- og samgöngunefndar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 956. fundar byggðarráðs staðfest á 408. fundi sveitarstjórnar 17. mars 2021 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 956 Lagt fram til kynningar bréf dagsett 2. mars 2021 frá Jafnréttistofu varðandi áhrif nýrrar jafnréttislöggjafar á sveitarfélög. Bókun fundar Afgreiðsla 956. fundar byggðarráðs staðfest á 408. fundi sveitarstjórnar 17. mars 2021 með níu atkvæðum.