Fara í efni

Gröf L146532 - Umsókn um staðfestingu á landamerkjum

Málsnúmer 2102008

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 398. fundur - 10.02.2021

Gunnlaugur Oddsson kt.150562-3259 og Helga Freysdóttir kt.210363-2119, þinglýstir eigendur jarðarinnar Gröf, landnúmer 146532 óska eftir staðfestingu á hnitsettum landamerkjum jarðarinnar, vestan Siglufjarðarvegar (76), á móti Grafargerði og Miðhúsum skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S-01 í verki 756501 útg. 13. jan. 2021. Þá óska landeigendur eftir heimild til að stofna 131 ha (1.314.984 m²) spildu úr landi jarðarinnar, sem „Gröf 3“, skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S01 í verki 756501 útg. 13. jan. 2021. Afstöðuppdráttur var unnin hjá Stoð ehf. verkfræðistofu. Óskað er eftir því að útskipt spilda haldi skilgreiningu sem jörð. Innan merkja fyrirhugaðrar spildu eru matshlutar 10 og 12. Matshluti 10 er 657,3 m² minkahús byggt árið 1985 og matshluti 12 er 894,4 m² minkahús byggt árið 1989. Þessi mannvirki skulu fylgja útskiptri spildu. Ræktað land sem fylgir landskiptum nemur um 12,3 ha og er sýnt á afstöðuuppdrætti. Engin hlunnindi fylgja landskiptum. Lögbýlarétturinn mun áfram fylgja Gröf, landnr. 146532. Fyrir liggur landamerkjalýsing með undirritun eigenda Grafargerðis L146527, Miðhúsa L146567 og Grafar L146532 um að landamerki og afmörkun Grafar L146532 séu ágreiningslaus. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrir lagt.