Fara í efni

Freyjugata 9 - Afmörkun lóðar

Málsnúmer 2012129

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 395. fundur - 18.12.2020

Skipulagsfulltrúi leggur fram gögn sem skýra afmörkun íbúðarhúsalóðarinnar Freyjugötu 9, L143342, á Sauðárkróki. Gögn unnin af Stoð ehf verkfræðistofu. Lóðin hefur verið mæld upp með nákvæmum gps tækjum, og er niðurstaða mælinga, að stærð lóðar er 3.780 m2, og er í samræmi við gildandi deiliskipulag gamla bæjarins á Sauðárkróki.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir afmörkun lóðarinnar.