Fara í efni

Lóðarmál.- Reglur um úthlutun lóða

Málsnúmer 2009236

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 387. fundur - 06.10.2020

Skipulagsfulltrúi leggur fyrir fundinn tillögur er varða úthlutanir á byggingarhæfum byggingarlóðum í Skagafirði. Skipulags- og byggingarnefnd er sammála að tímabært sé að samræma og skerpa á reglum er varðar úthlutanir á byggingarlóðum. Skipulagsfulltrúa er falið að vinna drög að tillögu um regluverk.

Skipulags- og byggingarnefnd - 396. fundur - 06.01.2021

Skipulagsfulltrúi leggur fram tillögur að reglum er varða úthlutun á byggingarlóðum í Sveitarfélaginu Skagafirði.
Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram í samræmi við umræður um málið.

Skipulags- og byggingarnefnd - 403. fundur - 08.04.2021

Skipulagsfulltrúi leggur fram drög að tillögum fyrir vinnureglum um úthlutanir á lóðum í eigu Sveitarfélagsins Skagafjarðar.
Skipulags- og byggingarnefnd fór yfir helstu þætti er varðar væntanlegar reglur um úthlutanir á lóðum Sveitarfélagsins Skagafjarðar.

Skipulags- og byggingarnefnd - 406. fundur - 12.05.2021

Lögð eru fram drög að vinnureglum skipulags- og byggingarnefndar, vegna úthlutunar á byggingarlóðum í eigu Sveitarfélagsins Skagafjarðar.
Nefndin vísar málinu til næsta fundar skipulags- og byggingarnefndar, til lokafrágangs.

Skipulags- og byggingarnefnd - 407. fundur - 01.06.2021

Lögð eru fram drög að vinnureglum skipulags- og byggingarnefndar, vegna úthlutunar á byggingarlóðum í eigu sveitarfélagsins Skagafjarðar. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir þau drög að vinnureglum sem fyrir fundinum liggja. Nefndin vísar drögum til sveitarstjórnar til staðfestingar.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 411. fundur - 09.06.2021

Vísað frá 407. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 1. júní til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
"Lögð eru fram drög að vinnureglum skipulags- og byggingarnefndar, vegna úthlutunar á byggingarlóðum í eigu sveitarfélagsins Skagafjarðar. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir þau drög að vinnureglum sem fyrir fundinum liggja. Nefndin vísar drögun til sveitarstjórnar til staðfestingar."
Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.

Skipulags- og byggingarnefnd - 430. fundur - 29.03.2022

Endurskoðaðar reglur um úthlutun lóða lagðar fram til kynningar.

Skipulags- og byggingarnefnd - 431. fundur - 13.04.2022

Lagðar fram uppfærðar úthlutunarreglur um úthlutun lóða.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja úthlutunarreglurnar.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 1012. fundur - 27.04.2022

Lögð fram drög að reglum um úthlutun byggingarlóða í Sveitarfélaginu Skagafirði.
Byggðarráð samþykkir að vísa reglum um úthlutun byggingarlóða í Sveitarfélaginu Skagafirði til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 424. fundur - 04.05.2022

Vísað frá 1012. fundi byggðarráðs frá 27. apríl til fyrri umræðu í sveitarstjórn þannig bókað:
"Lögð fram drög að reglum um úthlutun byggingarlóða í Sveitarfélaginu Skagafirði.
Byggðarráð samþykkir að vísa reglum um úthlutun byggingarlóða í Sveitarfélaginu Skagafirði til afgreiðslu sveitarstjórnar."

Reglur um úthlutun lóða bornar upp til afgreiðslu og samþykktar með níu atkvæðum.