Fara í efni

Sjóvarnargarður með Þverárfjallsvegi og Skarðseyri - Ósk um framkvæmdaleyfi. Endurbætur.

Málsnúmer 2007181

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 383. fundur - 10.08.2020

Pétur Sveinsbjörnsson f.h. Vegagerðarinnar sækir um framkvæmdaleyfi fyrir gerð sjóvarna meðfram Þverárfjallsvegi og Skarðseyri á um 450m kafla og lengingu sandfangara um 30m. Áætlað magn af grjóti og sprengdum kjarna úr námu er 13.500 m3 og upptekt og endurröðun er áætlað um 1.300 m3. Notast verður við efni úr Arnarbergsnámu, nyrst í Reykjatungu í landi Vindheima. Meðfylgjandi gögn Vegagerðarinnar gera grein fyrir framkvæmdinni.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar, að hún feli skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við reglugerð 772/2012.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 925. fundur - 13.08.2020

Vísað frá 383. fundi skipulags- og byggingarnefndar dags 10. ágúst 2020.
Pétur Sveinsbjörnsson f.h. Vegagerðarinnar sækir um framkvæmdaleyfi fyrir gerð sjóvarna meðfram Þverárfjallsvegi og Skarðseyri á um 450m kafla og lengingu sandfangara um 30m. Áætlað magn af grjóti og sprengdum kjarna úr námu er 13.500 m3 og upptekt og endurröðun er áætlað um 1.300 m3. Notast verður við efni úr Arnarbergsnámu, nyrst í Reykjatungu í landi Vindheima. Meðfylgjandi gögn Vegagerðarinnar gera grein fyrir framkvæmdinni.
Byggðarráð Skagafjarðar samþykkir með þremur atkvæðum fyrirliggjandi gögn Vegagerðarinnar fyrir áætlaðri framkvæmd og felur
skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við reglugerð 772/2012.