Fara í efni

Dalsmynni 146405 - Umsókn um landskipti

Málsnúmer 2006064

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 376. fundur - 11.06.2020

Guðmundur Björnsson kt. 160757-7019, þinglýstur eigand jarðarinnar Dalsmynnis, landnúmer 146405 óskar eftir heimild til að skipta 32,6 ha úr landi jarðarinnar, sem „Dalsmynni 1“ skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S01 í verki 718502 útg. 26. maí 2020. Afstöðuppdráttur var unnin hjá Stoð ehf. verkfræðistofu.
Engin fasteign er á umræddu landi. Lögbýlarétturinn mun áfram fylgja Dalsmynni, landnr. 146405. Engin hlunnindi fylgja landskiptum þessum.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrir lagt.