Fara í efni

Kjartansstaðir 145985 - Umsókn um staðfest landamerki og landskipti.

Málsnúmer 2005259

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 376. fundur - 11.06.2020

Anna Pála Þorsteinsdóttir kt. 190347-7299 og Hallgrímur Þór Ingólfsson kt. 230946-2489, þinglýstir eigendur jarðarinnar Kjartansstaða, landnúmer 145985, óska eftir staðfestingu skipulags- og byggingarnefndar á hnitsettum, ytri merkjum jarðarinnar. Meðfylgjandi er landamerkjayfirlýsing. Þá óska landeigendur eftir heimild til að skipta jörðinni Kjartansstaðir í tvo jafnstóra hluta með því að skipta 57,4 ha spildu úr landi jarðarinnar, sem „Kjartansstaðir 2“, skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S01 í verki 714723 útg. 20. apríl 2020. Afstöðuppdráttur og forsenduskjal voru unnin af Stoð ehf. verkfræðistofu. Engin fasteign er innan útskiptrar spildu.
Lögbýlarétturinn mun áfram fylgja Kjartansstöðum, landnr. 145985.
Hlunnindi vegna Húseyjakvíslar, sem og önnur hlunnindi, skiptast jafnt á milli Kjartansstaða, L145985, og útskiptrar spildu.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrir lagt.