Fara í efni

Aðalgata 16B - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2005053

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 376. fundur - 11.06.2020

Sigurgísli E. Kolbeinsson f.h. Kaupfélags Skagfirðinga sækir um leyfi til breytinga á Aðalgötu 16b á Sauðárkróki, samkvæmt meðfylgjandi uppdráttum unnum af Verkís verkfræðistofu. Breytingin fellst í að húsnæðinu verður breytt í gistiheimili í notkunarflokk 4. Gert er ráð fyrir 18 herbergjum með rými fyrir allt að 63 manns í gistingu.
Skipulags- og byggingarnefnd gerir ekki athugasemd við að byggingarfulltrúi gefi út byggingarleyfi vegna fyrirhugaðrar framkvæmdar samkvæmt fyrirliggjandi gögnum. Varðandi bílastæði utan lóðar er umsækjanda bent á að leita þurfi samninga við landeiganda. Álfhildur Leifsdóttir óskar bókað að hún sitji hjá við afgreiðslu málsins.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 400. fundur - 24.06.2020

Vísað frá 376. fundi Skipulags- og byggingarnefndar frá 11. júní. Hjá byggingarfulltrúa Sveitarfélagsins Skagafjarðar liggur fyrir umsókn í samræmi við 9. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010 og byggingareglugerð nr. 112/2012, frá Sigurgísla E. Kolbeinssyni, kt. 151157-4919, f.h. Kaupfélags Skagfirðinga, eigenda Aðalgötu 16b á Sauðárkróki, um leyfi til að breyta húsnæðinu sem áður hýsti minjasafn í gistiheimili.

Fyrirhugaðar framkvæmdir samræmast skipulagsáætlunum á svæðinu og framlagðir uppdrættir uppfylla ákvæði laga og reglugerða.

Þar sem fyrirhuguð framkvæmd og húsnæði er varðar framkvæmdina er innan verndarsvæðis í byggð, með vísan í 6. gr. laga um verndarsvæði í byggð nr. 87/2015, skal sveitarstjórn auglýsa hina fyrirhugðu framkvæmd áður en tekin er ákvörðun um leyfi til framkvæmda. Þannig er almenningi og hagsmunaaðilum veitt tækifæri til að koma sjónarmiðum og athugasemdum á framfæri við sveitarstjórn áður en ákvörðun er tekin um framkvæmdina.

Borið upp til afgreiðslu og samþykkt með níu atkvæðum að fela byggingarfulltrúa að auglýsa hina fyrirhugðu framkvæmd í tvær vikur áður en tekin er ákvörðun um leyfi til framkvæmda.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 924. fundur - 06.08.2020

Í samræmi við ákvörðun sveitarstjórnar var fyrirhuguð framkvæmd Kaupfélgs Skagfirðinga, eiganda Aðalgötu 16b á Sauðárkróki, umsókn um leyfi til að breyta húsnæðinu sem áður hýsti minjasafn í gistiheimili auglýst/kynnt frá og með miðvikudegi 1. júlí til og með 15. júlí 2020 í Ráðhúsi Sveitarfélagsins Skagafjarðar og á heimasíðu sveitarfélagsins og í Sjónhorni.
Engar athugasemdir bárust.
Byggðarráð samþykkir að vísa málinu til afgreiðslu byggingarfulltrúa.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa Svf Skagafjarðar - 108. fundur - 20.08.2020

Sigurgísli E. Kolbeinsson, kt. 151157-4919 sækir f.h. Kaupfélags Skagfirðinga, eigenda Aðalgötu 16b á Sauðárkróki, um leyfi til að breyta húsnæðinu sem áður hýsti minjasafn í gistiheimili.
Framlagðir aðaluppdrættir eru gerðir Verkís hf. verkfræðistofu af Magnúsi Ingvarssyni kt. 171160-3249. Uppdrættirnir eru í verki 20027, númer C41.000 A til C41.004 A, dagsettir 4. maí 2020.
Byggðarráð Skagafjarðar hefur fjallað um erindið í samræmi við lög nr 87/2015.
Byggingaráform samþykkt.