Fara í efni

Byggðarráð Skagafjarðar - 901

Málsnúmer 2002006F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 394. fundur - 11.03.2020

Fundargerð 901. fundar byggðarráðs frá 12. febrúar 2020 lögð fram til afgreiðslu á 394. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 901 Á fundinn mætti Skapti Steinbjörnsson frá Hestamannafélaginu Skagfirðingi til að ræða umsókn félagsins til að halda Landsmót hestamanna árið 2024 að Hólum í Hjaltadal.
    Byggðarráð samþykkir að styðja við umsókn um Landsmót 2024.
    Bókun fundar Afgreiðsla 901. fundar byggðarráðs staðfest á 394. fundi sveitarstjórnar 11. mars 2020 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 901 Málið áður á dagskrá 894. fundar byggðarráðs þar sem lagður var fram tölvupóstur, dagsettur 9. desember 2019, frá Kristjáni Bjarna Halldórssyni, formanni Golfklúbbs Skagafjarðar,þar sem byggðarráð samþykkti að fela sveitarstjóra að bjóða formanninum á fund byggðarráðs.

    Mættir eru á fundinn Kristján Bjarni Halldórsson, formaður Golfklúbbs Skagafjarðar og Kristján Jónasson gjaldkeri. Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að yfirfara samningana.
    Bókun fundar Afgreiðsla 901. fundar byggðarráðs staðfest á 394. fundi sveitarstjórnar 11. mars 2020 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 901 Lagt fram bréf, dagsett 4. febrúar 2020, frá Ungmennasambandi Skagafjarðar þar sem fram kemur að í mars næstkomandi verði haldið 100. ársþing UMSS og þann 17. apríl verði félagið 110 ára. Á 100. ársþingi UMSS, áður en formleg dagskrá hefst, verður gestum og kjörfulltrúum boðið upp á mat úr héraði. Á ársþinginu mun UMSS sýna sögu félagsins frá 1910-2020 en sambandið hlaut styrk frá UMFÍ til að safna saman og koma á prent gömlum myndum. Áætlað er að að sýna á fleiri viðburðum í sveitarfélaginu á þessu afmælisári félagsins.
    Fjöldi gesta á 100. ársþingi UMSS er áætlaður um 70-100 manns. Telma Knútsdóttir framkvæmdastjóri UMSS, sækir um styrk fyrir hönd stjórnar, að upphæð 150.000 - 350.000 kr, styrkupphæð miðist við fjölda gesta og staðsetningu ársþingsins.
    Byggðarráð samþykkir að styrkja verkefnið um 250.000 kr.
    Bókun fundar Afgreiðsla 901. fundar byggðarráðs staðfest á 394. fundi sveitarstjórnar 11. mars 2020 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 901 Með bréfi dagsettu 3. febrúar 2020 sækir Frímúrarastúkan Mælifell, kt. 580490-1079 um styrk til greiðslu fasteignaskatts skv. 2. mgr., 5. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995.
    Byggðarráð samþykkir í ljósi fyrirliggjandi gagna og með vísan til reglna sveitarfélagsins að veita styrk sem nemur 30% af álögðum fasteignaskatti árins 2020.
    Bókun fundar Afgreiðsla 901. fundar byggðarráðs staðfest á 394. fundi sveitarstjórnar 11. mars 2020 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 901 Lagður fram tölvupóstur, dagsettur 6. febrúar 2020, frá Nefndasviði Alþingis. Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um Alexandersflugvöll sem varaflugvöll fyrir Keflavíkur-, Reykjavíkur-, Akureyrar- og Egilsstaðaflugvelli, 130. mál.
    Byggðarráð styður málið og vill árétta að Sveitarfélagið Skagafjörður hefur á undanförnum árum lagt mikla áherslu á uppbyggingu Alexandersflugvallar sem varaflugvallar vegna góðra lendingarskilyrða og landfræðilegrar legu flugvallarins. Það er óumdeild að lendingarskilyrði séu með því besta sem gerist á landinu og þeir dagar þar sem völlurinn lokar vegna veðurskilyrða eru fátíðir og slíkt myndi heyra til undantekinga með bættum vallarbúnaði. Jafnframt er ljóst að uppbygging vallarins myndi hafa veruleg jákvæð áhrif á ferðaþjónustu á Norðurlandi öllu.
    Bókun fundar Stefán Vagn Stefánsson gerir tillögu um að sveitarstjórn taki undir bókun byggðarráðs svohljóðandi:
    Sveitarstjórn Sveitarfélagsins styður málið og vill árétta að Sveitarfélagið Skagafjörður hefur á undanförnum árum lagt mikla áherslu á uppbyggingu Alexandersflugvallar sem varaflugvallar vegna góðra lendingarskilyrða og landfræðilegrar legu flugvallarins. Það er óumdeild að lendingarskilyrði séu með því besta sem gerist á landinu og þeir dagar þar sem völlurinn lokar vegna veðurskilyrða eru fátíðir og slíkt myndi heyra til undantekinga með bættum vallarbúnaði. Jafnframt er ljóst að uppbygging vallarins myndi hafa veruleg jákvæð áhrif á ferðaþjónustu á Norðurlandi öllu.
    Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.

    Afgreiðsla 901. fundar byggðarráðs staðfest á 394. fundi sveitarstjórnar 11. mars 2020 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 901 Lagður fram tölvupóstur, dagsettur 5. febrúar 2020. Forsætisráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 25/2020, „Tillaga til þingsályktunar um forvarnir gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni, ásamt áætlun fyrir árin 2021-2025. “. Umsagnarfrestur er til og með 24.02.2020. Bókun fundar Afgreiðsla 901. fundar byggðarráðs staðfest á 394. fundi sveitarstjórnar 11. mars 2020 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 901 Lagt fram til kynningar bréf, dagsett 5. febrúar 2020, frá Efemíu Fanneyju Valgeirsdóttur og Agli Örlygssyni þar sem gerðar eru athugasemdir við sölu jarðarinnar Borgarey í gamla Lýtingsstaðahreppi m.a. það að byggðarráð samþykkti á fundi sínum þann 20. janúar síðastliðinn að taka kauptilboði í jörðina. Við það falli landið úr landbúnaðrnotkun og verði ekki nýtt til búvöruframleiðslu. Athugasemdir eru gerðar við lögfræðiálit sem sveitarfélagið lét vinna árið 2013 til að athuga hvort hömlur væru á sölu jarðarinnar og einnig bent á tilmæli Skipulagsstofnunar til sveitarfélagsins að flokka þyrfti landbúnaðarland til grundvallar skipulagsákvörðunum um nýtingu í samræmi við Landsskipulagsstefnu 2015-2026.

    Meðfylgjandi bréfinu er kaupsamningur og afsal, þinglýst dags 24. febrúar 1975, þar hreppsnefnd Lýtingsstaðahrepps kaupir jörðina Borgarey með þeirri kvöð að land jarðarinnar verði óaðskiljanlegur hluti allra jarða í Lýtingsstaðahreppi.
    Byggðarráð felur sveitarstjóra að svara erindinu í samráði við ráðið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 901. fundar byggðarráðs staðfest á 394. fundi sveitarstjórnar 11. mars 2020 með níu atkvæðum.