Fara í efni

Skagfirðingbraut 51 - Ártorg 1 - deiliskipulag 2020

Málsnúmer 2001053

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 364. fundur - 13.01.2020

Þórólfur Gíslason kaupfélagsstjóri, óskar eftir heimild til að láta vinna breytingu á deiliskipulagi svokallaðs Mjólkurstöðvarreits sem á eru m.a. lóðirnar Skagfirðingabraut 51 og Ártorg 1. Með vísan í 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 yrði deiliskipulagið unnið á kostnað Kaupfélags Skagfirðinga. Meðfylgjandi erindinu er skipulagslýsing útg. 1.0 dags. 20.12.2019 sem unnin var hjá Stoð ehf. verkfræðistofu. Umsækjandi óskar eftir samþykki skipulags- og byggingarnefndar og staðfestingu sveitarstjórnar á meðfylgjandi skipulagslýsingu og að hún hljóti málsmeðferð skv. skipulagslögum. Í skipulagslýsingu kemur fram að viðfangsefnið kalli á breytt deili- og aðalskipulag. Breytingu á nýtingarhlutfalli reitsins er vísað til endurskoðunar á aðalskipulagi sveitarfélagsins sem nú stendur yfir. Að fenginni þeirri niðurstöðu verður afstaða tekin til beiðnar um gerð deiliskipulags.

Skipulags- og byggingarnefnd - 405. fundur - 29.04.2021

Þórólfur Gíslason f.h. Kaupfélags Skagfirðinga, leggur fram tillögu að breytingu á gildandi deiliskipulagi svokallaðs „mjólkursamlagsreit“. Breytingin felur í sér eftirfarandi:
Breyting á uppdrætti:
Lóðamörk á milli Skagfirðingabraut 51 og Ártorgs 1 breytast þannig að afmörkun sem gengur norður af skrifstofu- og verslunarhúsnæði færist um tæpa 28 m til austurs. Lóð Skagfirðingabrautar 51 verður 17.061 m² og lóð Ártorgs 1 verður 13.352 m². Samanlögð stærð lóðanna er því 30.413 m² en var skráð 30.841 m² fyrir breytingu. Leiðrétt er misskráning á lóðarstærð Ártorgs 1. Byggingarreitur á Skagfirðingabraut 51 stækkar í 9.486 m² en byggingarreitur á Ártorgi 1 helst óbreyttur. Hámarks nýtingarhlutfall beggja lóða verður 0,7 og hámarksbrúttóflatarmál á fullbyggðum lóðum hækkar í 11.943 m² fyrir Skagfirðingabraut 51 og 9346 m² fyrir Ártorg 1. Hámarks hæðafjöldi er óbreyttur. Staðsetning hráefnis- og mjöltanks sýnd á uppdrætti. Tankar skulu standa við byggingarreit eins og sýnt er á uppdrætti en heimilt er að hliðra þeim samhliða línu byggingarreits.
Aðkoma að norðanverðu inn á Skagfirðingabraut 51 færist til austurs og aðkoma að austanverðu færist til norðurs. Um aðkomu að austanverðu er yfirferðarréttur fyrir umferð að Ártorgi 1. Þá fækkar bílastæðum á Skagfirðingabraut 51, um 13 og á Ártorgi 1 um 36.
Breyting í greinargerð:
Við lið 7 í kafla um byggingarskilmála bætist:
„Innan lóðar Skagfirðingabrautar 51 er heimilt að reisa eimingarturn upp í hæðakóta 16,40 í hæðakerfi Sauðárkróks.“
8. liður í kafla byggingarskilmála breytist þannig:
„Á byggingarreitum skal byggja atvinnuhús, hús fyrir verslanir og þjónustufyrirtæki og mannvirki sem tengjast starfsemi á svæðinu, úrvinnslu hráefna og hreinsunar frárennslis. Innan lóðar Skagfirðingabrautar 51 verður heimilt að setja niður allt að 35.000 L safntank fyrir etanól. Safntankur verður niðurgrafinn og telst ekki sem hluti af nýtingarhlutfalli. Á lóð Skagfirðingabrautar 51 er heimilt að reisa mjöltank og hráefnistank utan byggingarreits, en þeir skulu þó standa við húsvegg eins og sýnt er á skipulagsuppdrætti.“ Skilmálar um íbúðir á efri hæðum húsa falla út. Tillagan, dags. 11.2.2021, er unnin af Stoð ehf verkfræðistofu, og samræmist nýrri tillögu að endurskoðuðu aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035, sem er í skipulagsferli, og er svæðið skilgreint sem M 4.2.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir deiliskipulagsbreytinguna og mælist til að sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykki breytingu á gildandi deiliskipulagi skv. 1.mgr.43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010, og að tillagan verði auglýst skv. 1.mgr. 41.gr. sömu laga.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 410. fundur - 19.05.2021

Þórólfur Gíslason f.h. Kaupfélags Skagfirðinga, leggur fram tillögu að breytingu á gildandi deiliskipulagi svokallaðs „mjólkursamlagsreit“. Breytingin felur í sér eftirfarandi: Breyting á uppdrætti: Lóðamörk á milli Skagfirðingabraut 51 og Ártorgs 1 breytast þannig að afmörkun sem gengur norður af skrifstofu- og verslunarhúsnæði færist um tæpa 28 m til austurs. Lóð Skagfirðingabrautar 51 verður 17.061 m² og lóð Ártorgs 1 verður 13.352 m². Samanlögð stærð lóðanna er því 30.413 m² en var skráð 30.841 m² fyrir breytingu. Leiðrétt er misskráning á lóðarstærð Ártorgs 1. Byggingarreitur á Skagfirðingabraut 51 stækkar í 9.486 m² en byggingarreitur á Ártorgi 1 helst óbreyttur. Hámarks nýtingarhlutfall beggja lóða verður 0,7 og hámarksbrúttóflatarmál á fullbyggðum lóðum hækkar í 11.943 m² fyrir Skagfirðingabraut 51 og 9346 m² fyrir Ártorg 1. Hámarks hæðafjöldi er óbreyttur. Staðsetning hráefnis- og mjöltanks sýnd á uppdrætti. Tankar skulu standa við byggingarreit eins og sýnt er á uppdrætti en heimilt er að hliðra þeim samhliða línu byggingarreits. Aðkoma að norðanverðu inn á Skagfirðingabraut 51 færist til austurs og aðkoma að austanverðu færist til norðurs. Um aðkomu að austanverðu er yfirferðarréttur fyrir umferð að Ártorgi 1. Þá fækkar bílastæðum á Skagfirðingabraut 51, um 13 og á Ártorgi 1 um 36. Breyting í greinargerð: Við lið 7 í kafla um byggingarskilmála bætist: „Innan lóðar Skagfirðingabrautar 51 er heimilt að reisa eimingarturn upp í hæðakóta 16,40 í hæðakerfi Sauðárkróks.“ 8. liður í kafla byggingarskilmála breytist þannig: „Á byggingarreitum skal byggja atvinnuhús, hús fyrir verslanir og þjónustufyrirtæki og mannvirki sem tengjast starfsemi á svæðinu, úrvinnslu hráefna og hreinsunar frárennslis. Innan lóðar Skagfirðingabrautar 51 verður heimilt að setja niður allt að 35.000 L safntank fyrir etanól. Safntankur verður niðurgrafinn og telst ekki sem hluti af nýtingarhlutfalli. Á lóð Skagfirðingabrautar 51 er heimilt að reisa mjöltank og hráefnistank utan byggingarreits, en þeir skulu þó standa við húsvegg eins og sýnt er á skipulagsuppdrætti.“ Skilmálar um íbúðir á efri hæðum húsa falla út. Tillagan, dags. 11.2.2021, er unnin af Stoð ehf verkfræðistofu, og samræmist nýrri tillögu að endurskoðuðu aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035, sem er í skipulagsferli, og er svæðið skilgreint sem M 4.2.

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir deiliskipulagsbreytinguna og mælist til að sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykki breytingu á gildandi deiliskipulagi skv. 1.mgr.43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010, og að tillagan verði auglýst skv. 1.mgr. 41.gr. sömu laga.

Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkir, með níu atkvæðum, deiliskipulagsbreytinguna í samræmi við. 1.mgr.43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010, og mælist til að tillagan verði auglýst skv. 1.mgr. 41.gr. sömu laga.

Skipulags- og byggingarnefnd - 416. fundur - 04.11.2021

Auglýsingatíma deiliskipulagsins lokið. Fjórar jákvæðar umsagnir bárust og engar aðrar athugasemdir.

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrir lagt.


Þar sem engar athugasemdir eru gerðar við tillöguna og ekki skylt að taka hana aftur til umræðu í sveitarstjórn sbr. 41. gr. skipulagslaga felur nefndin skipulagsfulltrúa að senda tillöguna Skipulagsstofnunar.

Skipulags- og byggingarnefnd - 424. fundur - 02.02.2022

Lagt fram til kynningar bréf frá Skipulagsstofnun 28.01.2022.