Fara í efni

Skagfirðingabraut 51- Etanólverksmiðja - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1906120

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 363. fundur - 05.12.2019

Þórólfur Gíslason kaupfélagsstjóri, sækir, fyrir hönd Mjólkursamlags Kaupfélags Skagfirðinga, um heimild skipulags- og byggingaryfirvalda til þess að koma upp búnaði vegna framleiðslu etanóls á lóð Mjólkursamlagsins að Skagfirðingabraut 51 á Sauðárkróki.
Meðfylgjandi umsókninni eru uppdrættir nr. A-101. A102 og A103 í verki nr. 5318-04, gerðir á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni, dags. 5. nóvember 2019, greinargerð frá Eflu verkfræðistofu dagsett 24.10.2019 um bruna- og öryggismál vegna etanólframleiðslu og greinargerð, dagsett 31. maí 2019, vegna búnaðar etanólverksmiðju frá Hjörvari Halldórssyni verkefnisstjóra hjá KS.
Skipulags- og byggingarnefnd fer fram á að unnin verði brunatæknileg hönnun vegna heildarbyggingamagns á lóðinni Skagfirðingabraut 51. Skipulags- og byggingarnefnd fer fram á að deiliskipulag „Mjólkurstöðvarreitsins“ verði endurskoðað. Á reitnum eru lóðirnar Skagfirðingabraut 51 og Ártorg 1.

Skipulags- og byggingarnefnd - 386. fundur - 21.09.2020

Gunnar H. Kristjánsson bygginga- og brunaverkfræðingur kynnti fyrir skipulags- og byggingarnefnd, brunahönnun á byggingum Mjólkursamlags KS á Sauðárkróki, vegna áætlana um uppsetningar bruggverksmiðju.
Gunnar Kristjánsson brunahönnuður kynnti innihald skýrslunnar. Undir þessum dagskrárlið sátu fundinn Einar Andri Gíslason byggingarfulltrúi og Svavar Atli Birgisson slökkviliðsstjóri.
Skipulags- og bygingarnefnd er sammála að leita eftir mati óháðs aðila á skýrslunni.

Skipulags- og byggingarnefnd - 404. fundur - 13.04.2021

Skipulags- og byggingarnefnd bókaði á fundi 21.9.2020 vegna kynningar á brunahönnun tengdri mannvirkjum á lóðinni númer 51 við Skagfirðingabraut að skýrsla um brunahönnun yrði send til yfirferðar óháðs aðila. Sú yfirferð liggur fyrir og hafa hönnuðir brugðist við ábendingum, athugasemdum. Skipulagsfulltrúi, byggingarfulltrúi og slökkviliðsstjóri hafa farið yfir framlagða lokaskýrslu brunahönnuða og gera ekki athugasemdir við skýrsluna.