Fara í efni

Utanverðunes 146400 - Umsókn um landskipti

Málsnúmer 1807011

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 324. fundur - 11.07.2018

Heiðbjört Pálsdóttir, kt. 230751-3669 þinglýstur eigandi jarðarinnar Utanverðunes, landnúmer 146400 óskar eftir heimild Skipulags- og byggingarnefndar til að stofna 59,7 ha spildu úr landi jarðarinnar, skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S01 í verki 782601 útg. 29. júní 2018. Afstöðuppdráttur var unnin hjá Stoð ehf. verkfræðistofu af Birni Magnúsi Árnasyni. Tekið er fram í umsókn að lögbýlarétturinn mun áfram fylgja Utanverðunesi, landnr. 146400. Jafnframt er óskað eftir því að fyrirhuguð spilda verði tekin út landbúnaðarnotkun og fái að stofnun lokinni heitið Tjarnarnes. Afgreiðslu frestað.Skipulags- og byggingarnefnd óskar eftir að til viðbótar við umsókn verði gerð grein fyrir skiptingu hlunninda.

Skipulags- og byggingarnefnd - 326. fundur - 20.08.2018

Umsókn Heiðbjartar Pálsdóttur var áður á dagskrá skipulags- og byggingarnefndar þann 11. júlí sl. og þá bókað:
„Heiðbjört Pálsdóttir, kt. 230751-3669 þinglýstur eigandi jarðarinnar Utanverðunes, landnúmer 146400 óskar eftir heimild Skipulags- og byggingarnefndar til að stofna 59,7 ha spildu úr landi jarðarinnar, skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S01 í verki 782601 útg. 29. júní 2018. Afstöðuppdráttur var unnin hjá Stoð ehf. verkfræðistofu af Birni Magnúsi Árnasyni. Tekið er fram í umsókn að lögbýlarétturinn mun áfram fylgja Utanverðunesi, landnr. 146400. Jafnframt er óskað eftir því að fyrirhuguð spilda verði tekin út landbúnaðarnotkun og fái að stofnun lokinni heitið Tjarnarnes. Afgreiðslu frestað.Skipulags- og byggingarnefnd óskar eftir að til viðbótar við umsókn verði gerð grein fyrir skiptingu hlunninda.“
Fyrir liggur yfirlýsing Heiðbjartar um að hlunnindi fylgi ekki með í þessum landskiptum og muni áfram tilheyra jörðnni Utarverðunes landnúmer 146400. Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt.