Fara í efni

Byggðarráð Skagafjarðar - 780

Málsnúmer 1704006F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 353. fundur - 12.04.2017

Fundargerð 780. fundar byggðarráðs lögð fram til afgreiðslu á 353. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 780 Sjá trúnaðarbók. Bókun fundar Afgreiðsla 780. fundar byggðarráðs staðfest á 353. fundi sveitarstjórnar 12. apríl 2017 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 780 Lagt fram bréf dagsett 29. mars 2017 frá Markaðsstofu Norðurlands. vaðandi varðandi þátttöku sveitarfélaga í flugklasanum Air 66N árin 2018-2019. Óskað er eftir aðkomu sveitarfélagsins til að fjármagna starf verkefnisstjóra með framlagi sem nemur 300 kr. á hvern íbúa á ári í tvö ár (2018-2019).
    Byggðarráð samþykkir að taka þátt í verkefninu á sömu forsendum og undanfarin ár með föstu fjárframlagi.
    Bókun fundar Afgreiðsla 780. fundar byggðarráðs staðfest á 353. fundi sveitarstjórnar 12. apríl 2017 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 780 Erindið áður á dagskrá 778. fundar byggðarráðs þann 23. mars 2017. Lagður fram tölvupóstur dagsettur 11. mars 2017 varðandi styrkbeiðni frá leikfélaginu.
    Byggðarráð samþykkir að styrkja Leikfélag Sauðárkróks um 325.000 kr. vegna húsnæðiskostnaðar. Fjármagnið verður tekið af málaflokki 05.
    Bókun fundar Afgreiðsla 780. fundar byggðarráðs staðfest á 353. fundi sveitarstjórnar 12. apríl 2017 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 780 Lagt fram fundarboð dagsett 29. mars 2017 um ársfund Stapa lífeyrissjóðs, þann 3. maí 2017 í Skjólbrekku í Mývatnssveit.
    Byggðarráð samþykkir að sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs sæki fundinn fyrir hönd sveitarfélagsins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 780. fundar byggðarráðs staðfest á 353. fundi sveitarstjórnar 12. apríl 2017 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 780 Lögð fram drög að breyttum reglum um um niðurgreiðslu á daggæslu í heimahúsum og foreldragreiðslur sem samþykktar voru á 242. fundi félags- og tómstundanefndar þann 30. mars 2017 og vísað var til byggðarráðs.
    Byggðarráð samþykkir framlögð drög að reglum um niðurgreiðslu á daggæslu í heimahúsum og foreldragreiðslur.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 14 "Reglur um niðurgreiðslu á daggæslu í heimahúsum og foreldragreiðslur" Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 780 Lögð fram gjaldskrá vegna niðurgreiðslu á daggæslu í heimahúsum og foreldragreiðslur sem samþykkt voru á 242. fundi félags- og tómstundanefndar þann 30. mars 2017 og vísað var til byggðarráðs.
    Byggðarráð samþykkir með tveimur atkvæðum að hækka gjaldskrá vegna niðurgreiðslu á daggæslu í heimahúsum um 20% og bæta við sérstökum foreldragreiðslum ef foreldrum stendur hvorki til boða pláss hjá dagforeldri né í leikskóla. Einnig mun byggðarráð tryggja dagforeldri niðurgreiðslu sem svarar þremur börnum í 11 mánuði á ári.
    Bjarni Jónsson (VG) óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðslu málsins.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 15 "Gjaldskrá niðurgreiðslu á daggæslu í heimahúsum" Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 780 Lögð fram drög að endurnýjuðum samningi milli Flugu ehf. og Sveitarfélagsins Skagafjarðar um afnot og stuðning sveitarfélagsins við rekstur Reiðhallarinnar Svaðastaða á Sauðárkróki. Samningstími er 1. janúar 2017 - 31. desember 2021. Árleg samningsgreiðsla er 6.600.000 kr. sem felur m.a. í sér afnot af reiðhöllinni fyrir barna- og unglingastarf auk starfsemi Iðju.
    Byggðarráð samþykkir framlagðan samning við Flugu ehf.
    Bókun fundar Afgreiðsla 780. fundar byggðarráðs staðfest á 353. fundi sveitarstjórnar 12. apríl 2017 með átta atkvæðum. Viggó Jónsson óskar bókað að hann taki ekki þátt í atkvæðagreiðslunni.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 780 Lögð fram til kynningar skýrsla Flugklasans Air 66N vegna ársins 2016. Bókun fundar Afgreiðsla 780. fundar byggðarráðs staðfest á 353. fundi sveitarstjórnar 12. apríl 2017 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 780 Lögð fram til kynningar fundargerð 32. fundar stjórnar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga frá 30. mars 2017. Bókun fundar Fundargerð 32. fundar stjórnar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga frá 30. mars 2017 lögð fram til kynningar á 353. fundi sveitarstjórnar 12. apríl 2017