Fara í efni

Skógargata 1 - Umsókn um lóðarstækkum

Málsnúmer 1701030

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 296. fundur - 12.01.2017

Knútur Aadnegard kt 020951-2069 eigandi Skógargötu 1 á Sauðárkróki sækir um að lóðin Skógargata 1 verði stækkuð. Lóðin er í dag 575 m2 Í umsókn kemur fram að fyrirhugaðar séu breytingar á eigninni og því nauðsynlegt að lóðin verði stækkuð. Afgreiðslu erindis frestað. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að mæla upp reitinn og skoða gildandi samninga.



Skipulags- og byggingarnefnd - 383. fundur - 10.08.2020

Á fundi skipulags- og byggingarnefndar 12.1.2017 sótti Knútur Aadnegard kt 020951-2069 eigandi Skógargötu 1, á Sauðárkróki um að lóðin Skógargata 1, yrði stækkuð. Lóðin er í dag 575 m2. Í umsókn kom fram að fyrirhugaðar séu breytingar á eigninni og því nauðsynlegt að lóðin verði stækkuð. Afgreiðslu erindis var frestað og Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að mæla upp reitinn og skoða gildandi lóðasamninga.
Skipulags- og byggingarnefnd ræddi málið og er ákveðið að hefja vinnu við breytingu á gildandi deiliskipulagi sem mun skerpa á lóðarmörkum. Svæðið sem um ræðir afmarkast af Skógargötu að vestanverðu, Kambastíg/Kaupvangstorg að norðanverðu, Aðalgötu að austanverðu og göngustíg að sunnaverðu sem liggur með lóðunum Skógargötu 7 og Aðalgötu 13.