Fara í efni

Borgarröst 6 - Umsókn um lóð

Málsnúmer 1602230

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 284. fundur - 14.03.2016

Ólafur E. Friðriksson kt. 030957-4749, sækir fh. Friðriks Jónssonar ehf. kt. 451078-1199 um að fá úthlutað lóðinni númer 6 við Borgarröst. Umsóknin er dagsett 18. febrúar 2016. Samþykkt að úthluta umsækjanda lóðinni.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 338. fundur - 16.03.2016

Afgreiðsla 284. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 338. fundi sveitarstjórnar 14. mars 2016 með níu atkvæðum.

Skipulagsnefnd - 13. fundur - 24.11.2022

Bjarni Reykjalín fyrir hönd Friðriks Jónssonar ehf. óskar eftir að fá að sameina iðnaðarlóðirnar Borgarröst 6 og 8. Skipulagsfulltrúi upplýsir að mál til innköllunar á lóðinni úr hendi lóðarhafa sé í gangi.

Skipulagsnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrir lagt. Tekið er fram að afgreiðslu þessa beri ekki að skilja svo að skipulagsfulltrúi skuli hætta við framangreint innköllunarmál.

Sveitarstjórn Skagafjarðar - 7. fundur - 14.12.2022

Vísað frá 13. fundi skipulagsnefndar frá 24. nóvember sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
"Bjarni Reykjalín fyrir hönd Friðriks Jónssonar ehf. óskar eftir að fá að sameina iðnaðarlóðirnar Borgarröst 6 og 8. Skipulagsfulltrúi upplýsir að mál til innköllunar á lóðinni úr hendi lóðarhafa sé í gangi. Skipulagsnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrir lagt. Tekið er fram að afgreiðslu þessa beri ekki að skilja svo að skipulagsfulltrúi skuli hætta við framangreint innköllunarmál."

Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.