Fara í efni

Beiðni um fund v/skipulagsmála

Málsnúmer 1504083

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 694. fundur - 30.04.2015

Lagt fram bréf frá Kaupfélagi Skagfirðinga, dagsett 8. apríl 2015 varðandi ósk um fund vegna skipulagsmála í Varmahlíð, við verslunarhúsnæði kaupfélagsins. Byggðarráð felur sveitarstjóra að finna fundartíma sem fyrst.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 327. fundur - 13.05.2015

Afgreiðsla 694. fundar byggðaráðs staðfest á 326. fundi sveitarstjórnar 13. maí 2015 með níu atkvæðum.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 706. fundur - 20.08.2015

Undir þessum dagskrárlið sátu fundinn Þórólfur Gíslason, Pétur Stefánsson, Sigurjón Rúnar Rafnsson og Ólafur Sigmarsson fyrir hönd Kaupfélags Skagfirðinga, Hreinn Haraldsson vegamálastjóri, Gunnar Guðmundsson svæðisstjóri og Guðmundur Heiðreksson. Til umræðu voru fyrirhugaðar framkvæmdir við verslunarhúsnæði Kaupfélags Skagfirðinga í Varmahlíð og staða mála gagnvart skipulagsmálum og legu þjóðvegar 1 um Skagafjörð.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 331. fundur - 16.09.2015

Afgreiðsla 706. fundar byggðaráðs staðfest á 331. fundi sveitarstjórnar 16. september 2015 með átta atkvæðum