Fara í efni

Endurskoðun samstarfssamninga - Sveitarfélagið Skagafjörður og Akrahreppur.

Málsnúmer 1502247

Vakta málsnúmer

Samstarfsnefnd með Akrahreppi - 28. fundur - 02.03.2015

Nefndin samþykkir að fara í endurskoðun á samstarfssamningi sveitarfélaganna. Sveitarfélögin hvort um sig listi upp þá liði samstarfssamnings sem endurskoðun er þörf á. Ákveðið er að endurskoðun ljúki á yfirstandandi ári.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 325. fundur - 25.03.2015

Fundargerð 28. fundar Samstarfsnefndar með Akrahreppi staðfest á 325. fundi sveitarstjórnar 25. mars 2015 með átta atkvæðum.

Samstarfsnefnd með Akrahreppi - 29. fundur - 05.05.2015

Samþykkt að tímasetja vinnu við endurskoðun samstarfssamninga og að tillögur liggi fyrir 1.júlí n.k.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 327. fundur - 13.05.2015

Fundargerð 29. fundar Samstarfsnefndar með Akrahreppi staðfest á 327. fundi sveitarstjórnar 13. maí 2015 með níu atkvæðum.