Fara í efni

Kynning á tillögu að stafsleyfi fyrir Vegagerðina á hafnarsvæði Sauðárkróki

Málsnúmer 1501022

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 107. fundur - 06.02.2015

Lögð var fram til umsagnar tillaga Umhverfisstofnunar að starfsleyfi vegna bikbirgðastöð Vegagerðarinnar á hafnarsvæði Sauðárkrókshafnar.
Tillöguna má nálgast á vef umhverfisstofnunar; http://umhverfisstofnun.is/einstaklingar/mengandi-starfsemi/starfsleyfi-i-auglysingu/auglysing/2015/01/12/Tillaga-ad-nyjum-starfsleyfum-fyrir-bikbirgdastodvar-Vegagerdarinnar/.
Umhverfis- og samgöngunefnd gerir ekki athugasemdir við tillöguna.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 687. fundur - 12.02.2015

Lögð fram til kynningar tillaga að starfsleyfi fyrir Vegagerðina fyrir rekstur bikbirgðastöðvar á hafnarsvæði Sauðárkrókshafnar sem og bókun 107. fundar umhverfis- og samgöngunefndar frá 6. febrúar 2015.
Vakin er athygli á að tillagan liggur frammi ásamt umsóknargögnum í Ráðhúsi til 9. mars 2015. Tillöguna má einnig nálgast á vefsíðu Umhverfisstofnunar, http://www.umhverfisstofnun.is/ ásamt fylgigögnum. Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna er til 9. mars 2015.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við tillöguna.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 324. fundur - 25.02.2015

Afgreiðsla 687. fundar byggðaráðs staðfest á 324. fundi sveitarstjórnar 25. febrúar 2015 með níu atkvæðum.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 324. fundur - 25.02.2015

Afgreiðsla 107. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 324. fundi sveitarstjórnar 25. febrúar 2014 með níu atkvæðum.