Fara í efni

Afgreiðsla stjórnar SÍS á erindi Vinnumálastofnunar um viðtalsaðstöðu hjá sveitarfélögum

Málsnúmer 1412019

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 681. fundur - 04.12.2014

Lagt fram afrit af svari Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 2. desember 2014, til Vinnumálastofnunar vegna erindis stofnunarinnar, dags. 13. nóvember 2014, þar sem leitað var eftir stuðningi stjórnar sambandsins við ósk stofnunarinnar til sveitarfélaga um að fá endurgjaldslausa viðtalsaðstöðu hjá sveitarfélögum fyrir ráðgjafa stofnunarinnar þar sem það á við vegna viðtala við atvinnuleitendur í viðkomandi sveitarfélögum. Stjórn sambandsins tók jákvætt í erindið enda fellur það að stefnumörkun sambandsins fyrir árin 2014-2018 um aukið samstarf.
Byggðarráð tekur jákvætt í erindið svo fremi að tekjurstofnar til fjármögnunar verkefnisins verði tryggðir.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 322. fundur - 15.12.2014

Afgreiðsla 681. fundar byggðaráðs staðfest á 322. fundi sveitarstjórnar 15. desember 2014 með níu atkvæðum.