Fara í efni

Fyrirspurn um stöðu lögfræðiúttektar á jarðhita og kaldavatnsréttindum sveitarfélagsins.

Málsnúmer 1411228

Vakta málsnúmer

Veitunefnd Svf Skagafjarðar - 11. fundur - 25.11.2014

Tekin var fyrir eftirfarandi fyrirspurn frá Úlfari Sveinssyni, áheyrnarfulltrúa.
"Skrifleg fyrirspurn til formanns veitustjórnar um stöðu lögfræðiúttektar á jarðhita- og kaldavatnsréttindum sveitarfélagsins
Eftirfarandi tillaga var samþykkt á sveitarstjórnarfundi 12. febrúar síðastliðinn
?Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkir að fela veitunefnd að láta framkvæma lögfræðilega úttekt á stöðu sveitarfélagsins er kemur að jarðhita- og kaldavatnsréttindum sveitarfélagsins, bæði á þeim vatnslindum sem nú eru í notkun sem og þeim vatnslindum sem mögulegt er að farið verði í á næstu árum í samræmi við þá vinnu sem nú er í gangi hjá veitunefnd sveitarfélagsins. Gert er ráð fyrir því að sá kostnaður sem af verkinu hlýst verði greiddur af eigin fé sveitarfélagsins og að um það verði gerður sérstakur viðauki við fjárhagsáætlun ársins 2014. ?
Óskað er eftir því að formaður veitustjórnar geri skriflega grein fyrir stöðu þessa máls og hve langt er í að þessu verki verði lokið á fundi veitustjórnar 25. nóvember næstkomandi.
Úlfar Sveinsson"

Svar Gísla Sigurðssonar, formanns Veitunefndar, við fyrirspurn;
"Búið er að finna lögfræðing með þekkingu og reynslu á sviði auðlindamála. Verið er að vinna í verklýsingu þar sem verkefnið er skilgreint nánar og í framhaldi verður leitað tilboða í verkið. Áætlað er að vinna við úttektina hefjist fyrir lok árs."

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 322. fundur - 15.12.2014

Afgreiðsla 11. fundar veitunefndar staðfest á 322. fundi sveitarstjórnar 15. desember 2014 með níu atkvæðum.