Fara í efni

Skagafjarðarveitur - gjaldskrá 2015

Málsnúmer 1411182

Vakta málsnúmer

Veitunefnd Svf Skagafjarðar - 11. fundur - 25.11.2014

Nefndin leggur til óbreyttar gjaldskrár Skagafjarðarveitna fyrir árið 2015.
Ræddar voru mögulegar breytingar og lagfæringar á gjaldskrá Skagafjarðarveitna. Sviðstjóra falið að koma með drög að breytingum á gjaldskrá vegna heimæðargjalda fyrir heitt og kalt vatn.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 680. fundur - 27.11.2014

Erindinu vísað frá 11. fundi veitunefndar til byggðarráðs.
Lögð fram tillaga um að gjaldskrár Skagafjarðarveitna verði óbreyttar á árinu 2015.
Byggðarráð samþykkir tillöguna.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 322. fundur - 15.12.2014

Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til 15. liðar á dagskrá, Skagafjarðarveitur - gjaldskrá 2015.
Samþykkt samhljóða.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 322. fundur - 15.12.2014

Afgreiðsla 11. fundar veitunefndar staðfest á 322. fundi sveitarstjórnar 15. desember 2014 með níu atkvæðum.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 322. fundur - 15.12.2014

Vísað frá 680. fundi byggðarráðs frá 27. nóvember 2014 til samþykktar í sveitarstjórn.

"Erindinu vísað frá 11. fundi veitunefndar til byggðarráðs.
Lögð fram tillaga um að gjaldskrár Skagafjarðarveitna verði óbreyttar á árinu 2015.
Byggðarráð samþykkir tillöguna."

Tillaga um að gjaldskrá Skagafjarðarveitna fyrir árið 2015 verði óbreytt, borin undir atkvæði og samþykkt með níu atkvæðum á 322. fundi sveitarstjórnar 15. desember 2014.

Veitunefnd Svf Skagafjarðar - 18. fundur - 08.06.2015

Lögð voru fyrir fundin drög að breyttri gjaldskrá Skagafjarðarveitna.
Í drögunum er gert ráð fyrir breytingum á heimæðargjöldum í þéttbýli og dreifbýli ásamt föstu gjaldi fyrir mælaleigu.
Einnig er sett inn í gjaldskrána afsláttarákvæði fyrir stórnotendur og sprota- og nýsköpunarfyrirtæki.
Veitunefnd samþykkir drög að gjaldskrá og vísar til Byggðarráðs.
Fulltrúi Vinstri Grænna óskar bókað; "Tek ekki þátt í afgreiðslu gjaldskrár. Tel að skoða þurfi betur afsláttarkjör gjaldskrár."

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 699. fundur - 11.06.2015

Vísað til afgreiðslu byggðarráðs, frá 18. fundi veitunefndar þann 8. júní 2015.

"Lögð voru fyrir fundinn drög að breyttri gjaldskrá Skagafjarðarveitna.
Í drögunum er gert ráð fyrir breytingum á heimæðargjöldum í þéttbýli og dreifbýli ásamt föstu gjaldi fyrir mælaleigu.
Einnig er sett inn í gjaldskrána afsláttarákvæði fyrir stórnotendur og sprota- og nýsköpunarfyrirtæki.
Veitunefnd samþykkir drög að gjaldskrá og vísar til Byggðarráðs."

Byggðarráðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkir framlagðar breytingar að gjaldskrá Skagafjarðarveitna með tveimur atkvæðum, fyrir sitt leyti og vísar erindinu til afgreiðslu sveitarstjórar.

Bjarni Jónsson óskar bókað:

Mikilvægt er að geta laðað að nýja starfsemi í héraðið og auðvelda og styðja við nýsköpunar- og frumkvöðlafyrirtæki og talað hefur verið um það undanfarin misseri að geta nýtt Skagafjarðarveitur í þeim tilgangi. Hinsvegar þarf að skoða betur forsendur og afleiðingar slíkra breytinga á gjaldskrá Skagafjarðarveitna sérstaklega hvað varðar afslætti sem nema 70% fyrir stærri notendur. Nánari útfærslur þurfa að vera til staðar. Ástæða er til að skoða frekari þrepaskiptingu afslátta miðað við vatnsnotkun og tímalengd þeirra hverju sinni og hvernig er hægt að höfða sérstaklega til atvinnugreina eins og ferðaþjónustu, líftækni, ylræktar og fiskeldis.

Fulltrúi V- lista situr því hjá við afgreiðslu á fyrirliggjandi gjaldskrárbreytingum.
Bjarni Jónsson

Með þessari aðgerð er verið að renna styrkari stoðum undir atvinnulíf á svæðinu og sjálfsagt að nota þær auðlindir sem sveitarfélagið hefur yfir að ráða. Mikilvægt að sveitarfélsgið sé samkeppnishæft við önnur svæði þegar kemur að uppbyggingu atvinnustarfsemi í héraði.

Stefán Vagn Stefánsson og Sigríður Svavarsdóttir.

Upplýsandi gögn er varða vinnu við breytingar á gjaldskrá liggja ekki fyrir á byggðaráðsfundi, undirrituð tekur því ekki afstöðu til afgreiðslu gjaldskrár á þessum fundi.

Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir fulltrúi K lista.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 328. fundur - 24.06.2015

Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 15 á dagskrá fundarins, Skagafjarðarveitur - gjaldskrá 2015. Samþykkt samhljóða.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 328. fundur - 24.06.2015

Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til 15. liðar á dagskrá fundarins. Skagafjarðarveitur - gjaldskrá 2015. Samþykkt samhljóða.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 328. fundur - 24.06.2015

Vísað til afgreiðslu sveitarstjórnar, frá 699. fundi byggðarráðs þann 11. júní 2015.

Lögð voru fyrir fundinn drög að breyttri gjaldskrá Skagafjarðarveitna.
Í drögunum er gert ráð fyrir breytingum á heimæðargjöldum í þéttbýli og dreifbýli ásamt föstu gjaldi fyrir mælaleigu.
Einnig er sett inn í gjaldskrána afsláttarákvæði fyrir stórnotendur og sprota- og nýsköpunarfyrirtæki.

Bjarni Jónsson kvaddi sér hljóðs og leggur fram tillögu:
Tillaga að vísa gjaldskrá Skagafjarðarveitna ásamt svörum við fyrirspurn um notendur og sölu á heitu og köldu vatni til atvinnu-,menningar- og kynningarnefndar til umfjöllunar og umsagnar. Fá fram hugmyndir og tillögur nefndarinnar um hvernig nýta megi styrk Skagafjarðarveitna til að laða fram nýja starfsemi í héraðið og auðvelda og styðja við nýsköpunar -og frumkvöðlafyrirtæki. Því verði enn fremur beint til nefndarinnar að skoða frekari þrepaskiptingu afslátta miðað við vatnsnotkun og tímalengd þeirra hverju sinni og hvernig sé hægt með árangursríkum hætti að höfða sérstaklega til atvinnugreina eins og ferðaþjónustu, líftækni, ylræktar og fiskeldis.
Bjarni Jónsson, oddviti vinstri grænna og óháðra.
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, oddviti Skagafjarðarlista.

Gísli Sigurðsson, Viggó Jónsson, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, Stefán Vagn Stefánsson, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, Bjarni Jónsson, Stefán Vagn Stefánsson, Viggó Jónsson og Bjarni Jónsson kvöddu sér hljóðs.
Tillagan borin undir atkvæði tveir greiddu aðkvæði með og sjö á móti. Tillagan felld.

Bjarni Jónsson, Gísli Sigurðsson, Bjarni Jónsson og Stefán Vagn Stefánsson kvöddu sér hljóðs.

Stefán Vagn Stefánsson leggur fram bókun:
Ein af megin áherslum þess meirihluta sem nú situr í Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar eru atvinnumál. Í því felst að gera Skagafjörð samkeppnishæfan við önnur sambærileg svæði og sveitarfélög með það að markmiði að laða að ný fyrirtæki sem hyggja á uppbyggingu í Skagafirði sem og að skjóta sterkari stoðum undir þau fyrirtæki sem fyrir eru á svæðinu.
Sú breyting á gjaldskrá sem hér um ræðir veitir m.a. 70% afslátt af heitu vatni til stórnotenda þar sem heitt vatn er notað sem beinn framleiðsluþáttur, afsláttur er veittur þegar ársnotkun er 100.000 rúmmetrar eða meira. Einnig er gert ráð fyrir að sprota- og nýsköpunarfyrirtæki geti fengið 70% afslátt af heitu vatni tímabundið án skilyrða um magn. Skilyrði er að um beinan framleiðsluþátt sé að ræða. Fyrirtæki með margar starfstöðvar og mismunandi starfsemi geta ekki safnað notkuninni saman og óskað eftir afslætti á heildarnotkun. Eins og staðan er í dag er eitt fyrirtæki sem nær umræddri notkun og er það Hólalax, fiskþurrkun FISK Seafood á Sauðárkróki mun væntanlega ná þessu magni. Væntingar liggja í þá átt að umræddur afsláttur verði til að laða hingað fyrirtæki sem vilja nýta heita vatnið okkar til verðmætasköpunar í héraði og fjölga þar með störfum.
Í nóvember 2013 fóru fulltrúar þáverandi atvinnumálanefndar Sveitarfélagsins Skagafjarðar til Húsavíkur til að skoða með hvað hætti Norðurþing kæmi til móts við atvinnulífið, sér í lagi í ljósi þeirra miklu uppbyggingaráforma sem fyrirhuguð eru á því svæði. Þar er veittur 75% afsláttur af heitu vatni til atvinnusköpunar og stórnotenda, má nefna að nú þegar er eitt fyrirtæki þar að njóta þeirra kjara. Einnig má nefna að garðyrkjubændur á suðurlandi fá 70% afslátt af heitu vatni, Hólalax í Skagafirði fær 83% afslátt, bleikjukynbótastöð Háskólans á Hólum 83%, endurhæfingarsundlaug Heilbrigðisstofnunar Norðurlands fær 90% afslátt og fleira mætti telja. Ef það er vilji Sveitarfélagsins Skagafjarðar að vera samkeppnisfært við önnur sveitarfélög er nauðsynlegt að fara í þær breytingar sem lagðar eru til.
Við þurfum að sækja fram fyrir Skagafjörð, efla atvinnu og fjölga atvinnutækifærum og er það okkar trú að þessi aðgerð sé liður í þá átt.
Stefán Vagn Stefánsson, Sigríður Magnúsdóttir, Bjarki Tryggvason, Viggó Jónsson, Þórdís Friðbjörnsdóttir, Sigríður Svavarsdóttir, Gísli Sigurðsson.

Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkir framlagðar breytingar að gjaldskrá Skagafjarðarveitna með sjö atkvæðum. Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir og Bjarni Jónsson óska bókað að þau sitji hjá við atkvæðagreiðsluna og geri grein fyrir atkvæðum sínum og leggja fram eftirfarandi bókun:

Við undirrituð teljum að við gjaldskrárgerð og breytingar þurfi að fara betur yfir og horfa enn meira til þess hvernig nýta megi styrk Skagafjarðarveitna til að laða fram nýja starfsemi í héraðið og auðvelda og styðja við nýsköpunar -og frumkvöðlafyrirtæki. Ásamt því að skoðuð verði frekari þrepaskipting afslátta miðað við vatnsnotkun og tímalengd þeirra hverju sinni og hvernig sé hægt með árangursríkum hætti að höfða sérstaklega til atvinnugreina eins og ferðaþjónustu, líftækni, ylræktar og fiskeldis. Við getum því þess vegna ekki stutt þessa gjaldskrá.
Við mótmælum vinnubrögðum meirihlutans að hafna aðkomu atvinnu-,menningar og kynningarnefndar að gjaldskrágerðinni, sérstaklega þáttum er snúa að afsláttakjörum og hvernig nýta megi styrk Skagafjarðarveitna til að laða fram nýja starfsemi í héraðið og auðvelda og styðja við nýsköpunar- og frumkvöðlafyrirtæki. Mótmælum því einnig að undirritaðir sveitarstjórnarfulltúar hafi ekki haft kost á að rækja skyldur sínar með að taka upplýsta ákvörðun byggða á aðgangi að gögnum samkvæmt Samþykkt um stjórn og fundarsköp Sveitarfélagsins Skagafjarðar og hafi ekki haft aðgang að mikilvægum upplýsingum til að geta kynnt sér og tekið upplýsta ákvörðun um gjaldskrá fyrr en á þessum fundi. Vegna þessa sitjum við því hjá við afgreiðslu gjaldskrár.

Bjarni Jónsson, oddviti vinstri grænna og óháðra.
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, oddviti Skagafjarðarlista.

Stefán Vagn Stefánsson kvaddi sér hljóðs og lagði fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúar minnihluta hafa fulltrúa í öllum nefndum sveitarfélagsins og engum gögnum hefur verið haldið leyndum í þessu máli.