Fara í efni

Húsnæði fyrir starfsemi Alþýðulistar á Sauðárkróki

Málsnúmer 1410144

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 674. fundur - 23.10.2014

Lagt fram bréf frá stjórn Alþýðulistar, dagsett 16. október 2014, þar sem stjórnin innir eftir því hvort sveitarfélagið hafi til reiðu húsnæði á Sauðárkróki, sem hentað gæti fyrir starfsemi félagsins, þ.e. rými til að vinna að handverki og verslunarpláss.
Byggðarráð samþykkir að bjóða forsvarsmönnum Alþýðulistar til fundar.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 320. fundur - 29.10.2014

Afgreiðsla 674. fundar byggðaráðs staðfest á 320. fundi sveitarstjórnar 29. október 2014 með níu atkvæðum.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 676. fundur - 30.10.2014

Erindið áður á dagskrá 674. fundi byggðarráðs, 23. 10. 2014. Stjórn Alþýðulistar var að leita eftir því hvort sveitarfélagið hafi til reiðu húsnæði á Sauðárkróki, sem hentað gæti fyrir starfsemi félagsins, þ.e. rými til að vinna að handverki og verslunarpláss. Fulltrúar Alþýðulistar komu á fundinn undir þessum dagskrárlið til viðræðu um erindið.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 321. fundur - 26.11.2014

Afgreiðsla 676. fundar byggðaráðs staðfest á 321. fundi sveitarstjórnar 26. nóvember 2014 með níu atkvæðum.