Fara í efni

Umsókn um framkvæmdaleyfi - Hraunsnáma 776 0901

Málsnúmer 1410099

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 263. fundur - 15.10.2014

Gunnar H. Guðmundsson svæðisstjóri norðursvæði sækir fyrir hönd Vegagerðarinnar um framkvæmdaleyfi til efnistöku úr Hraunsnámu í Fljótum. Áætluð efnistaka er um 2.500 m³ og er efnið ætlað til nota í Almenningum í Fljótum. Náman er í aðalskipulagi nr. 776 0901, ófrágengin. Fylgjandi umsókn eru gögn sem gera grein fyrir efnistökusvæðinu. Fram kemur í umsókn að búið sé að semja við landeiganda vegna efnistökunnar. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 320. fundur - 29.10.2014

Afgreiðsla 263. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 320. fundi sveitarstjórnar 29. október 2014 með níu atkvæðum.