Fara í efni

Deplar (146791) - Aðalskipulagsbreyting

Málsnúmer 1409178

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 264. fundur - 19.11.2014

Auglýsing skipulagslýsingar vegna breytinga á Aðalskipulagi og vegna gerðar deiliskipulags hefur legið frammi. Engar ábendingar eða athugasemdir hafa borist en frestur til að skila inn ábendingum var auglýstur til 7. nóvember sl.
Lögð er fram til samþykktar breytingartillaga við Aðalskipulag Skagafjarðar 2009-2021 vegna Depla. Breytingartillagan sem dagsett er 15.11.2014 er unnin hjá Stoð ehf verkfræðistofu af Eyjólfi Þór Þórarinssyn.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að leggja til við Sveitarstjórn að auglýsa þessa breytingu á aðalskipulagi skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan fellur ekki undir lög nr. 106/2000 um umhverfismat áætlana, þar sem hún markar ekki stefnu um framkvæmdir sem háðar eru lögum nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 321. fundur - 26.11.2014

Afgreiðsla 264. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 321. fundi sveitarstjórnar 26. nóvember 2014 með níu atkvæðum.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 322. fundur - 15.12.2014

Vísað frá 264. fundi skipulags- og byggingarnefndar 19. nóvember 2014 til samþykktar í sveitarstjórn.

"Auglýsing skipulagslýsingar vegna breytinga á Aðalskipulagi og vegna gerðar deiliskipulags hefur legið frammi. Engar ábendingar eða athugasemdir hafa borist en frestur til að skila inn ábendingum var auglýstur til 7. nóvember sl.
Lögð er fram til samþykktar breytingartillaga við Aðalskipulag Skagafjarðar 2009-2021 vegna Depla. Breytingartillagan sem dagsett er 15.11.2014 er unnin hjá Stoð ehf verkfræðistofu af Eyjólfi Þór Þórarinssyni.

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að leggja til við Sveitarstjórn að auglýsa þessa breytingu á aðalskipulagi skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan fellur ekki undir lög nr. 106/2000 um umhverfismat áætlana, þar sem hún markar ekki stefnu um framkvæmdir sem háðar eru lögum nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum."

Tillaga skipulags- og byggingarnefndar um að auglýsa breytingu á aðalskipulagi skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010., borin undir atkvæði sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum á 322. fundi sveitarstjórnar 15. desember 2014.

Skipulags- og byggingarnefnd - 269. fundur - 11.02.2015

Lögð er fram til samþykktar breytingartillaga við Aðalskipulag Skagafjarðar 2009-2021 vegna Depla í Austur Fljótum. Breytingartillagan sem dagsett er 23.01.2014 er unnin hjá Stoð ehf verkfræðistofu af Eyjólfi Þór Þórarinssyni. Tillagan fellur ekki undir lög nr. 106/2000 um umhverfismat áætlana, þar sem hún markar ekki stefnu um framkvæmdir sem háðar eru lögum nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum.
Á gildandi sveitarfélagsuppdrætti sem staðfestur er af umhverfisráðherra 25. maí 2012 er galli í afmörkun landbúnaðarsvæða og svæða N-1.8 og VV-3 vestan Ólafsfjarðarvegar, sunnan Skeiðsfossvirkjunar. Mörk svæðanna eru sýnd að Ólafsfjarðarvegi, en eiga að fylgja hæðarlínu 200 m.y.s. samkvæmt ákvæðum gildandi greinargerðar.
Mörk landbúnaðarsvæðis og svæðis N-1.8 á náttúruminjaskrá ásamt vatnsverndarsvæðis VV-3 eru leiðrétt á sveitarfélagsuppdrætti. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að leiðrétta ofantalin svæðamörk, á sveitarfélagsuppdrætti sem sýnir breytingu skipulags.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði í samræmi við 3 mgr. 30 gr. Skipulagslaga send Skipulagsstofnun til athugunar og að tillagan verði auglýst óbreytt samkvæmt 31 grein Skipulagslaga 123/2010 að fenginni umsögn Skipulagsstofnunar.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 324. fundur - 25.02.2015

Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til 13. liðar á dagskrá fundarins, "Deplar (146791) - Aðalskipulagsbreyting". Samþykkt samhljóða.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 324. fundur - 25.02.2015

Þannig bókað á fundi skipulags- og byggingarnefndar þann 11. febrúar 2015 og vísað til samþykktar í sveitarstjórn.

"Lögð er fram til samþykktar breytingartillaga við Aðalskipulag Skagafjarðar 2009-2021 vegna Depla í Austur Fljótum. Breytingartillagan sem dagsett er 23.01.2014 er unnin hjá Stoð ehf verkfræðistofu af Eyjólfi Þór Þórarinssyni. Tillagan fellur ekki undir lög nr. 106/2000 um umhverfismat áætlana, þar sem hún markar ekki stefnu um framkvæmdir sem háðar eru lögum nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum.
Á gildandi sveitarfélagsuppdrætti sem staðfestur er af umhverfisráðherra 25. maí 2012 er galli í afmörkun landbúnaðarsvæða og svæða N-1.8 og VV-3 vestan Ólafsfjarðarvegar, sunnan Skeiðsfossvirkjunar. Mörk svæðanna eru sýnd að Ólafsfjarðarvegi, en eiga að fylgja hæðarlínu 200 m.y.s. samkvæmt ákvæðum gildandi greinargerðar.
Mörk landbúnaðarsvæðis og svæðis N-1.8 á náttúruminjaskrá ásamt vatnsverndarsvæðis VV-3 eru leiðrétt á sveitarfélagsuppdrætti. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að leiðrétta ofantalin svæðamörk, á sveitarfélagsuppdrætti sem sýnir breytingu skipulags.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði í samræmi við 3 mgr. 30 gr. Skipulagslaga send Skipulagsstofnun til athugunar og að tillagan verði auglýst óbreytt samkvæmt 31. grein Skipulagslaga 123/2010 að fenginni umsögn Skipulagsstofnunar."

Tillaga skipulags- og byggingarnefndar um að leggja til við sveitarstjórn að fyrrgreind tillaga verði í samræmi við 3 mgr. 30 gr. Skipulagslaga send Skipulagsstofnun til athugunar og að tillagan verði auglýst óbreytt samkvæmt 31 grein Skipulagslaga 123/2010 að fenginni umsögn Skipulagsstofnunar, borin undir atkvæði og samþykkt með níu atkvæðum.

Skipulags- og byggingarnefnd - 272. fundur - 06.05.2015

Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkti að auglýsa tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021 skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br.
Breytingin felst í skilgreiningu á nýju verslunar og þjónustusvæði (V-1.3) á hluta lands jarðarinnar Depla. Breytingartillagan var til sýnis í Ráðhúsi Sveitarfélagsins Skagafjarðar frá og með 10. mars 2015 til 29. apríl 2015 Tillagan var einnig til sýnis á heimasíðu Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Frestur til að skila athugasemdum eða ábendingum var til miðvikudagsins 29. apríl 2015. Athugasemd barst frá Sigurlínu Kristinsdóttur kt 130158-3669.

Skipulags- og byggingarnefnd - 273. fundur - 11.05.2015

Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkti 25.02.2015 að auglýsa tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021 skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br.
Breytingin felst í skilgreiningu á nýju verslunar og þjónustusvæði (V-1.3) á hluta lands jarðarinnar Depla. Athugasemd barst frá Sigurlínu Kristinsdóttur kt 130158-3669 varðandi heiti á landsvæðinu Stíflu. Í texta og á uppdrætti er talað um að landsvæðið heiti Stífludalur en frá upphafi landnáms mun landssvæðið hafa heitið Stífla. Sigurlínu þökkuð ábendingin, þetta hefur verið leiðrétt á uppdrætti.
Niðurstaða:
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að þessi tillaga að Aðalskipulagsbreytingu verði samþykkt og send Skipulagsstofnun sem birti staðfestingu í B-deild Stjórnartíðinda. Tillagan er dagsett 23.01.2015 og er breyting á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar staðfestu 25.05.2012. Tillagan ber heitið Deplar í Fljótum. V-1.3 Landbúnaðarsvæði verður verslunar- og þjónustusvæði.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 327. fundur - 13.05.2015

Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 14 Samþykkt samhljóða.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 327. fundur - 13.05.2015

Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 14 Deplar - Aðalskipulagsbreyting. Samþykkt samhljóða.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 327. fundur - 13.05.2015

Þannig bókað á 273. fundi skipulags- og byggingarnefndar 11. maí 2015 og vísað til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkti 25.02.2015 að auglýsa tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021 skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br.
Breytingin felst í skilgreiningu á nýju verslunar og þjónustusvæði (V-1.3) á hluta lands jarðarinnar Depla. Athugasemd barst frá Sigurlínu Kristinsdóttur kt 130158-3669 varðandi heiti á landsvæðinu Stíflu. Í texta og á uppdrætti er talað um að landsvæðið heiti Stífludalur en frá upphafi landnáms mun landssvæðið hafa heitið Stífla. Sigurlínu þökkuð ábendingin, þetta hefur verið leiðrétt á uppdrætti.
Niðurstaða:
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að þessi tillaga að Aðalskipulagsbreytingu verði samþykkt og send Skipulagsstofnun sem birti staðfestingu í B-deild Stjórnartíðinda. Tillagan er dagsett 23.01.2015 og er breyting á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar staðfestu 25.05.2012. Tillagan ber heitið Deplar í Fljótum. V-1.3 Landbúnaðarsvæði verður verslunar- og þjónustusvæði.

Ofangreind tillaga að Aðalskipulagsbreytingu borin undir atkvæði og samþykkt með níu atkvæðum.