Fara í efni

Deplar 146791 - Deiliskipulag

Málsnúmer 1409071

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 262. fundur - 19.09.2014

Farið yfir skipulagsmál vegna uppbyggingar að Deplum. Á fundi skipulags- og byggingarnefndar 22 ágúst 2014 var samþykkt að heimila landeigendum að vinna deiliskipulag af jörðinni og staðfesti sveitarstjórn samþykkt skipulagsnefndar á fundi sínum 3 september sl. Fyrir liggur niðurstaða Skipulagsstofnunar um að uppbyggingin að Deplum kalli jafnframt á breytingu á Aðalskipulagi. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að láta vinna breytingu á Aðalskipulagi vegna þessa. Fyrir liggur, í samræmi við 30. og 40. grein skipulagslaga, skipulagslýsing vegna breytingar á Aðalskipulagi og vegna gerðar deiliskipulags. Útgáfa 0.0 dagsett 19. september 2014. Skipulags- og bygginnarnefnd samþykkir framlagða skipulagslýsingu sem unnin er af Landslag ehf.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 319. fundur - 01.10.2014

Forseti gerir tillögu um að afgreiðslu málsins verði vísað til sérliðar nr. 13 "Deplar 146791 - Deiliskipulag"
Samþykkt samhljóða.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 319. fundur - 01.10.2014

Samþykkt á 262. fundi skipulags- og byggingarnefndar þann 19. september 2014 og vísað til samþykktar í sveitarstjórn.

Farið yfir skipulagsmál vegna uppbyggingar að Deplum. Á fundi skipulags- og byggingarnefndar 22. ágúst 2014 var samþykkt að heimila landeigendum að vinna deiliskipulag af jörðinni og staðfesti sveitarstjórn samþykkt skipulagsnefndar á fundi sínum 3. september sl. Fyrir liggur niðurstaða Skipulagsstofnunar um að uppbyggingin að Deplum kalli jafnframt á breytingu á Aðalskipulagi. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að láta vinna breytingu á Aðalskipulagi vegna þessa. Fyrir liggur, í samræmi við 30. og 40. grein skipulagslaga, skipulagslýsing vegna breytingar á Aðalskipulagi og vegna gerðar deiliskipulags. Útgáfa 0.0 dagsett 19. september 2014. Skipulags- og bygginnarnefnd samþykkir framlagða skipulagslýsingu sem unnin er af Landslag ehf.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar samþykkir framlagða skipulagslýsingu með níu atkvæðum.

Skipulags- og byggingarnefnd - 264. fundur - 19.11.2014

Auglýsing skipulagslýsingar vegna breytinga á Aðalskipulagi og vegna gerðar deiliskipulags hefur legið frammi. Engar ábendingar eða athugasemdir hafa borist en frestur til að skila inn ábendingum var auglýstur til 7. nóvember sl.
Lögð er fram til samþykktar deiliskipulagstillaga vegna Depla. Greinargerð með skipulags- og byggingarskilmálum ásamt deiliskipulagstillögu. Deiliskipulagstillaga og greinargerð unnin hjá Landslag ehf landslagsarkitektum. Tillaga og greinargerð dagsett 03.11.2014.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að leggja til við Sveitarstjórn að auglýsa deiliskipulagstillöguna skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 321. fundur - 26.11.2014

Afgreiðsla 264. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 321. fundi sveitarstjórnar 26. nóvember 2014 með níu atkvæðum.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 322. fundur - 15.12.2014

Vísað frá 264. fundi skipulags- og byggingarnefnar 19. nóvember 2014 til samþykktar í sveitarstjórn.

"Auglýsing skipulagslýsingar vegna breytinga á Aðalskipulagi og vegna gerðar deiliskipulags hefur legið frammi. Engar ábendingar eða athugasemdir hafa borist en frestur til að skila inn ábendingum var auglýstur til 7. nóvember sl.
Lögð er fram til samþykktar deiliskipulagstillaga vegna Depla. Greinargerð með skipulags- og byggingarskilmálum ásamt deiliskipulagstillögu. Deiliskipulagstillaga og greinargerð unnin hjá Landslag ehf landslagsarkitektum. Tillaga og greinargerð dagsett 03.11.2014.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að leggja til við sveitarstjórn að auglýsa deiliskipulagstillöguna skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010."

Tillaga skipulags- og byggingarnefdar um að auglýsa deiliskipulagstillögu skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 borin undir atkvæði sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum á 322. fundi sveitarstjórnar 15. desember 2014.

Skipulags- og byggingarnefnd - 269. fundur - 11.02.2015

Lögð er fram til samþykktar deiliskipulagstillaga vegna Depla. Greinargerð með skipulags- og byggingarskilmálum ásamt deiliskipulagstillögu. Deiliskipulagstillaga og greinargerð unnin hjá Landslag ehf landslagsarkitektum. Tillaga og greinargerð dagsett 03.11.2014.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að leggja til við Sveitarstjórn að auglýsa deiliskipulagstillöguna skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 samhliða tillögu að breytingu á Aðalskipulagi.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 324. fundur - 25.02.2015

Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til 14. liðar á dagskrá fundarins, "Deplar 146791 - Deiliskipulag". Samþykkt samhljóða.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 324. fundur - 25.02.2015

Þannig bókað á fundi skipulags- og byggingarnefndar þann 11. febrúar 2015 og vísað til samþykktar í sveitarstjórn.

"Lögð er fram til samþykktar deiliskipulagstillaga vegna Depla. Greinargerð með skipulags- og byggingarskilmálum ásamt deiliskipulagstillögu. Deiliskipulagstillaga og greinargerð unnin hjá Landslag ehf landslagsarkitektum. Tillaga og greinargerð dagsett 03.11.2014.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að leggja til við Sveitarstjórn að auglýsa deiliskipulagstillöguna skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 samhliða tillögu að breytingu á Aðalskipulagi."

Tillaga skipulags- og byggingarnefndar um að leggja til við sveitarstjórn að auglýsa deiliskipulagstillöguna skv. 41. gr skipulagslagas nr 123/210 samhliða tillögu að breytingu á Aðalskipulagi, borin undir atkvæði og samþykkt með níu atkvæðum.

Skipulags- og byggingarnefnd - 272. fundur - 06.05.2015

Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkti þann 25.02.2015 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi Depla í Austur Fljótum skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. Deiliskipulagstillagan felur í sér gerð deiliskipulags þar sem fyrirhuguð er að uppbygging jarðarinnar Depla með áherslu á ferðaþjónustu, veiði og gistiskála. Skipulagssvæðið tekur til hluta jarðarinnar og er um 9,3 hektarar að stærð. Heildar byggingarmagn verður um 3000 m2. Tillagan var til sýnis í Ráðhúsi Sveitarfélagsins Skagafjarðar frá 10. mars 2015 til 29. apríl 2015 og á heimasíðu Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Frestur til að skila athugasemdum eða ábendingum var til miðvikudagsins 29. apríl 2015. Athugasemdir bárust frá Sigurlínu Kristinsdóttur kt 130158-3669 og frá Sigurlínu Kristinsdóttur kt 130158-3669 fh. Eigenda Depla 2 í Fljótum.

Skipulags- og byggingarnefnd - 273. fundur - 11.05.2015

Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkti þann 25.02.2015 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi Depla í Austur Fljótum skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. Deiliskipulagstillagan felur í sér gerð deiliskipulags þar sem fyrirhuguð er uppbygging jarðarinnar Depla með áherslu á ferðaþjónustu, veiði og gistiskála. Skipulagssvæðið tekur til hluta jarðarinnar og er um 9,3 hektarar að stærð. Heildar byggingarmagn verður um 3000 m2.
Athugasemd, ábendingar bárust frá:
1)Sigurlínu Kristinsdóttur kt 130158-3669 varðandi heiti á landsvæðinu Stíflu. Í texta og á uppdrætti er talað um að landsvæðið heiti Stífludalur en frá upphafi landnáms mun landssvæðið hafi svæðið heitið Stífla. Sigurlínu þökkuð ábendingin, þetta hefur verið leiðrétt á uppdrætti og í greinargerð.
2) Sigurlínu Kristinsdóttur kt 130158-3669 fh. Eigenda Depla 2 í Fljótum bendir á að hljóðmön við Bílastæði merkt P20 á uppdrætti mynda draga úr áreiti sem óhjákvæmilega verður af bílum dvalargesta.
Skipulags- og byggingarnefnd telur rétt að taka undir athugasemd varðandi netta jarðvegsmön við trjábeltið á milli aðkomuvegar og bílastæðis. Því er breytt í texta í kafla 2.4 á bls. 8 ásamt því að setja þessa viðbótarmön inn á sniðið. Einnig er bætt við á bls. 3 í greinargerðinni hverju var breytt eftir auglýsingar- og kynningartíma.

Niðurstaða:
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að þessi tillaga að Deiliskipulagi verði samþykkt með ofangreindum breytingum. Tillagan ber heitið Deplar-Deiliskipulag útgáfa 0.0 dagsett 3.11.2014 og breytt 5.5 2015. Breytingin varðar netta jarðvegsmön við trjábeltið á milli aðkomuvegar og bílastæðis sem bætt er við að ósk eigenda Depla 2. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að annast gildistöku hennar.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 327. fundur - 13.05.2015

Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 15 Samþykkt samhljóða.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 327. fundur - 13.05.2015

Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 15 Deplar - Deiliskipulag. Samþykkt samhljóða.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 327. fundur - 13.05.2015

Þannig bókað á 273. fundi skipulags- og byggingarnefndar 11. maí 2015 og vísað til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkti þann 25.02.2015 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi Depla í Austur Fljótum skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. Deiliskipulagstillagan felur í sér gerð deiliskipulags þar sem fyrirhuguð er uppbygging jarðarinnar Depla með áherslu á ferðaþjónustu, veiði og gistiskála. Skipulagssvæðið tekur til hluta jarðarinnar og er um 9,3 hektarar að stærð. Heildar byggingarmagn verður um 3000 m2.
Athugasemd, ábendingar bárust frá:
1)Sigurlínu Kristinsdóttur kt 130158-3669 varðandi heiti á landsvæðinu Stíflu. Í texta og á uppdrætti er talað um að landsvæðið heiti Stífludalur en frá upphafi landnáms mun landssvæðið hafi svæðið hafa heitið Stífla. Sigurlínu þökkuð ábendingin, þetta hefur verið leiðrétt á uppdrætti og í greinargerð.
2) Sigurlínu Kristinsdóttur kt 130158-3669 fh. Eigenda Depla 2 í Fljótum bendir á að hljóðmön við bílastæði merkt P20 á uppdrætti mynda draga úr áreiti sem óhjákvæmilega verður af bílum dvalargesta.
Skipulags- og byggingarnefnd telur rétt að taka undir athugasemd varðandi netta jarðvegsmön við trjábeltið á milli aðkomuvegar og bílastæðis. Því er breytt í texta í kafla 2.4 á bls. 8 ásamt því að setja þessa viðbótarmön inn á sniðið. Einnig er bætt við á bls. 3 í greinargerðinni hverju var breytt eftir auglýsingar-og kynningartíma.

Niðurstaða:
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að þessi tillaga að Deiliskipulagi verði samþykkt með ofangreindum breytingum. Tillagan ber heitið Deplar-Deiliskipulag útgáfa 0.0 dagsett 3.11.2014 og breytt 5.5 2015. Breytingin varðar netta jarðvegsmön við trjábeltið á milli aðkomuvegar og bílastæðis sem bætt er við að ósk eigenda Depla 2. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að annast gildistöku hennar.

Ofangreind tillaga að Deiliskipulagi borin undir atkvæði og samþykkt með níu atkvæðum.

Skipulags- og byggingarnefnd - 299. fundur - 08.02.2017

Í mars 2015 var auglýst breyting á Aðalskipulagi Skagafjarðar vegna hluta jarðarinar Depla í Fljótum þar sem landnotkun var breytt úr svæði til landbúnaðarnota í verslunar- og þjónustusvæði. Aðalskipulagsbreytingin var staðfest þann 9. júlí 2015. Samhliða var auglýst deiliskipulagstillaga þar sem gerð var grein fyrir fyrihugaðri uppbygginu jarðarinnar. Minjastofnun gerði athugasemdir við deiliskipulagið þar sem minjaskráning væri ófullnægjandi. Byggðasafn Skagafjarðar hefur unnið fornleifaskráningu vegna deiliskipulags Depla. Í framhaldi af því liggur fyrir tillaga að deiliskipulagi unnin af Landslagi ehf., Ómari Ívarssyni fh. Fljótabakka, sem óskað er eftir að verði tekin fyrir og afgreidd að nýju í auglýsingar- og kynningarferli. Í tillögunni hafa verið teknar inn upplýsingar úr deiliskráningu fornminja. Auk þess eru eftirfarandi breytingar frá áður auglýstri tillögu, bætt er við upplýsingum um hitaveitu og vatnsveitu, gert er ráð fyrir byggingarreit fyrir vélageymslu (C) og starfsmannabyggingu (D) norðan aðkomuvegar. Byggingarreitur þjónustubyggingar (B) stækkar til suðurs. Skipulags- og byggingarnefnd óskar eftir við umsækjendur að staðsetning byggingarreita c og d verði endurskoðuð.