Fara í efni

Ósk um viðræður vegna Leikborgar

Málsnúmer 1409040

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 671. fundur - 11.09.2014

Lagt fram bréf dagsett 3. september 2014 frá Bjarna Haraldssyni, kt. 140330-2139, þar sem hann óskar eftir viðræðum um kaup á fasteigninni Aðalgötu 22b á Sauðárkróki (Leikborg).
Byggðarráð samþykkir að óska eftir upplýsingum frá starfsmanni eignasjóðs um ástand fasteignarinnar og frekari upplýsingum frá bréfritara um áform hans.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 319. fundur - 01.10.2014

Afgreiðsla 671. fundar byggðaráðs staðfest á 319. fundi sveitarstjórnar 1. október 2014 með níu atkvæðum.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 681. fundur - 04.12.2014

Lagt fram bréf dagsett 3. september 2014 frá Bjarna Haraldssyni, kt. 140330-2139, þar sem hann óskar eftir viðræðum um kaup á fasteigninni Aðalgötu 22b á Sauðárkróki (Leikborg). Málð áður á dagskrá 671. fundi byggðarráðs, 11. september 2014.
Í ljósi lélegs ástands umræddrar fasteignar er byggðarráð sammála um að ekki sé forsvaranlegt að selja fasteignina sem keypt var til niðurrifs á sínum tíma. Byggðarráð hafnar því erindinu.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 322. fundur - 15.12.2014

Afgreiðsla 681. fundar byggðaráðs staðfest á 322. fundi sveitarstjórnar 15. desember 2014 með níu atkvæðum.