Fara í efni

Fjárhagsáætlun 2015 - Skagafjarðarveitur framkvæmdir

Málsnúmer 1408144

Vakta málsnúmer

Veitunefnd Svf Skagafjarðar - 8. fundur - 28.08.2014

Lagt fram til kynningar minnisblað frá sviðsstjóra vegna stofnlagnar um túnahverfi. Síðastliðið ár hefur stofnlögnin bilað a.m.k. þrisvar sinnum og hefur þurft að loka fyrir heita vatnið í Hlíða- og Túnahverfi í nokkrar klukkustundir í hvert skipti þegar viðgerð stendur yfir. Lögnin sem um ræðir er 6 tommu lögn sem nær frá Ártúni og upp að dælustöð 2 neðan Sæmundarhlíðar, í allt um 350m.
Veitunefnd samþykkir að vísa endurnýjun stofnlagnarinnar til fjárhagsáætlunnar 2015 og að hönnun lagnar og kostnaðaráætlun verði unnin á þessu ári.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 318. fundur - 03.09.2014

Afgreiðsla 8. fundar veitunefndar staðfest á 318. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum

Veitunefnd Svf Skagafjarðar - 9. fundur - 03.10.2014

Sviðsstjóra falið að taka saman framkvæmdalista fyrir árið 2015 fyrir næsta fund.

Veitunefnd Svf Skagafjarðar - 10. fundur - 28.10.2014

Farið var yfir lista yfir nýframkvæmdir fyrir árið 2015.
Listinn samþykktur til 1. umræðu í sveitarstjórn.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 320. fundur - 29.10.2014

Afgreiðsla 9. fundar veitunefndar staðfest á 320. fundi sveitarstjórnar 29. október 2014 með níu atkvæðum.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 321. fundur - 26.11.2014

Afgreiðsla 10. fundar veitunefndar staðfest á 321. fundi sveitarstjórnar 26. nóvember 2014 með níu atkvæðum.