Fara í efni

Beiðni um úrbætur á aðgengi fatlaðra í Bifröst

Málsnúmer 1407040

Vakta málsnúmer

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd Svf Skagafjarðar - 12. fundur - 15.10.2014

Tekið fyrir erindi frá Aðalheiði Báru Steinsdóttur um úrbætur á aðgengi fatlaðra í Bifröst. Nefndin þakkar Aðalheiði Báru kærlega fyrir áminninguna og beinir til byggðarráðs sem jafnframt er stjórn Eignasjóðs að gerðar verði úrbætur í aðgengismálum í og við Bifröst.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 674. fundur - 23.10.2014

Lagt fram ódagsett bréf frá Aðalheiði Báru Steinsdóttur, kt. 080777-3969, þar sem hún óskar eftir að útbætur á Félagsheimilinu Bifröst, Sauðárkróki, verði gerðar til að bæta aðgengi fatlaðra. Erindinu var vísað til byggðarráðs sem fer með stjórn eignasjóðs, frá 12. fundi atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar 2015.

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 103. fundur - 27.10.2014

Lagt var fyrir fundinn bréf frá Aðalheiði Báru Steinsdóttur vegna aðgengis hreyfihamlaðra að félagsheimilinu Bifröst á Sauðárkróki.
Nefndin tekur jákvætt í erindið og óskar eftir því að tillit verði tekið til úrbóta á aðgengismálum í félagsheimilinu Bifröst í fjárhagsáætlun næsta árs.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 320. fundur - 29.10.2014

Afgreiðsla 674. fundar byggðaráðs staðfest á 320. fundi sveitarstjórnar 29. október 2014 með níu atkvæðum.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 320. fundur - 29.10.2014

Afgreiðsla 12. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 320. fundi sveitarstjórnar 29. október 2014 með níu atkvæðum.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 321. fundur - 26.11.2014

Hildur Þóra Magnúsdóttir kvaddi sér hljóðs og lagði fram eftirfarandi bókun:
" V-listi undirstrikar mikilvægi þess að farið verði í þessar úrbætur og gleðst yfir því að sátt skuli vera milli flokka varðandi þetta mál, og að það skuli vera komið á fjárhagsáætlun."

Afgreiðsla 103. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 321. fundi sveitarstjórnar 26. nóvember 2014 með níu atkvæðum.