Fara í efni

Endurnýjun menningarsamninga - Staða

Málsnúmer 1404119

Vakta málsnúmer

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd Svf Skagafjarðar - 7. fundur - 02.05.2014

Lagt fram til kynningar bréf frá framkvæmdastjóra SSNV um stöðu menningarsamninga við landshluta. Formaður fór yfir stöðuna. Nefndin harmar boðaðan áframhaldandi niðurskurð framlaga ríkisins til landshlutans.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 315. fundur - 07.05.2014

Afgreiðsla 7. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 315. fundi sveitarstjórnar 7. maí 2014 með níu atkvæðum.

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd Svf Skagafjarðar - 16. fundur - 23.02.2015

Kynntar voru fyrirhugaðar breytingar á sóknaráætlun landshluta og þeim sjóði sem verður til við það að sóknaráætlun, vaxtarsamningum og menningarsamningum er steypt saman í einn sjóð.

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd mótmælir þeim niðurskurði sem Norðurland vestra verður ítrekað fyrir við úthlutun fjármagns frá ríkinu og m.a. einnig við tilurð þessa nýja sjóðs og nýrra úthlutunarreglna. Nefndin tekur jafnframt undir gagnrýni stjórnar SSNV á skerðingu fjármagns inn á svæðið.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 324. fundur - 25.02.2015

Afgreiðsla 16. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 324. fundi sveitarstjórnar 25. febrúar 2015 með níu atkvæðum.