Lagður fram tölvupóstur dags. 29. október 2013 frá Jenný Ingu Eiðsdóttur fulltrúa VG, þar sem hún segir sig frá öllum sveitarstjórnarstörfum og setu í nefndum á vegum Sveitafélagsins Skagafjarðar, þar sem hún á ekki lengur lögheimili í Skagafirði. Borið undir atkvæði og samþykkt með níu greiddum atkvæðum.
Forseti lagði fram svohljóðandi bókun sveitarstjórnar: Sveitarstjórn þakkar Jenny Ingu vel unnin störf í þágu íbúa Sveitarfélagsins Skagafjarðar og óskar henni velfarnaðar.
Forseti gerir tillögu um Úlfar Sveinsson sem aðalmann í fræðslunefnd og Valdimar Sigmarsson til vara.
Fleiri tilnefningar bárust ekki og skoðast þau því réttkjörin.
Forseti lagði fram svohljóðandi bókun sveitarstjórnar: Sveitarstjórn þakkar Jenny Ingu vel unnin störf í þágu íbúa Sveitarfélagsins Skagafjarðar og óskar henni velfarnaðar.
Forseti gerir tillögu um Úlfar Sveinsson sem aðalmann í fræðslunefnd og Valdimar Sigmarsson til vara.
Fleiri tilnefningar bárust ekki og skoðast þau því réttkjörin.