Fara í efni

Viðauki við fjárhagsáætlun 2013 - breyting framkvæmda

Málsnúmer 1309227

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 636. fundur - 19.09.2013

Lögð fram tillaga um viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2013 vegna eftirtalinna framkvæmda:
Hafnarsjóður - smábátahöfn, 15.200.000 kr.
Eignasjóður - gatnagerð; Frágangur við Læknisbústað á Sauðárhæðum, 1.300.000 kr., umferðarmál við Árskóla (sleppisvæði við Skagfirðingabraut) 9.000.000 kr.
Skagafjarðarveitur - hitaveituframkvæmdir vegna nýrrar stofnlagnar á hafnarsvæði, 50.000.000 kr.
Samtals 75.500.000 kr.
Til þess að fjármagna ofangreindar framkvæmdir er lagt til að færa framkvæmdafé af eftirtöldum fjárfestingarverkefnum sem ráðgerð voru á árinu 2013:
Eignasjóður:
Gatnagerð við Skarðseyri, 4.800.000 kr. (hluti frestast til næsta árs)
Opin svæði/Sauðársvæðið, 3.200.000 kr. (kostnaður lægri en áætlað var)
Fasteignir - Leikskólinn á Hofsósi, 4.000.000 kr. (ekki verður af hönnun á flutningi leikskóla í grunnskóla í ár)
Fasteignir - Leikskólinn í Varmahlíð, 2.500.000 kr. (kostnaður lægri en áætlað var)
Fasteignir - Safnahúsið á Sauðárkróki, 31.000.000 kr. (hönnunarvinnu ekki lokið og framkvæmdir dragast af þeim sökum til næsta árs)
Fasteignir - Iðja (Furukot), 30.000.000 kr. (breytingar á Furukoti frestast vegna óvissu um útleigu)
Samtals 75.500.000 kr.
Byggðarráð samþykkir ofangreindan viðauka við fjárhagsáætun 2013.

Sigurjón Þórðarson fulltrúi Frjálslyndra og óháðra, leggur fram eftirfarandi bókun:
Áður en ákveðið er að fresta framkvæmdum, s.s. við Safnahúsið og leikskóla, og setja ofar á framkvæmdalista hitaveituframkvæmdir í þágu eins fyrirtækis, sem kosta sveitarfélagið 50 milljónir króna,þá er nauðsynlegt að leggja fram útreikninga á arðsemi þeirrar framkvæmdar fyrir sveitarfélagið.

Stefán Vagn Stefánsson óskar bókað:
Eðlilegt er að taka fjármagn af þeim liðum í framkvæmdaráætlun sem útséð er með að ekki verður hægt að fara í að hluta eða öllu leyti á þessu ári og setja í þær framkvæmdir sem sveitarfélagið hefur þurft að ráðast í á árinu og ekki voru á framkvæmdaráætlun ársins. Öll gögn er varða hitaveituframkvæmd Skagafjarðaveitna vegna stofnlagna að hafnarsvæði liggja fyrir í fundargerðum Skagafjarðarveitna og ítrekað hefur verið rætt um byggingarframkvæmdina í hinum ýmsu nefndum sveitarfélagsins þannig að það hafi ekki átt að koma neinum á óvart að Skagafjarðarveitur þyrftu að ráðast í framkvæmdir.

Sigurjón Þórðarson óskar bókað:
Viðaukinn boðar miklar breytingar á forgangsröð framkvæmda sveitarfélagsins og það án þess að hafi farið fram kynning á breyttri forgangsröð fyrir íbúum sveitarfélagsins. Ekkert mælir á móti því að samþykkt viðaukans sé slegið á frest þar tl umbeðin gögn hafa verið lögð fram.

Stefán Vagn Stefánsson bókar:
Breyting á forgangsröðun á sér eðlilegar skýringar líkt og kemur fram í bókun byggðarráðs hér að ofan.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 307. fundur - 30.10.2013

Forseti leggur til að afgreiðslu þessa liðar verði vísað til 16. liðar á dagskrá fundarins, Viðauki við fjárhagsáætlun 2013 - breyting framkvæmda. Samþykkt samhljóða.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 307. fundur - 30.10.2013

Bókun frá 636. fundi byggðarráðs þann 19. september 2013 lögð fram til staðfestingar á fundi sveitarstjórnar.

"Lögð fram tillaga um viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2013 vegna eftirtalinna framkvæmda:

Hafnarsjóður - smábátahöfn, 15.200.000 kr.
Eignasjóður - gatnagerð; Frágangur við Læknisbústað á Sauðárhæðum, 1.300.000 kr., umferðarmál við Árskóla (sleppisvæði við Skagfirðingabraut) 9.000.000 kr.
Skagafjarðarveitur - hitaveituframkvæmdir vegna nýrrar stofnlagnar á hafnarsvæði, 50.000.000 kr.
Samtals 75.500.000 kr.

Til þess að fjármagna ofangreindar framkvæmdir er lagt til að færa framkvæmdafé af eftirtöldum fjárfestingarverkefnum sem ráðgerð voru á árinu 2013:

Eignasjóður:
Gatnagerð við Skarðseyri, 4.800.000 kr. (hluti frestast til næsta árs)
Opin svæði/Sauðársvæðið, 3.200.000 kr. (kostnaður lægri en áætlað var)
Fasteignir - Leikskólinn á Hofsósi, 4.000.000 kr. (ekki verður af hönnun á flutningi leikskóla í grunnskóla í ár)
Fasteignir - Leikskólinn í Varmahlíð, 2.500.000 kr. (kostnaður lægri en áætlað var)
Fasteignir - Safnahúsið á Sauðárkróki, 31.000.000 kr. (hönnunarvinnu ekki lokið og framkvæmdir dragast af þeim sökum til næsta árs)
Fasteignir - Iðja (Furukot), 30.000.000 kr. (breytingar á Furukoti frestast vegna óvissu um útleigu)
Samtals 75.500.000 kr.
Byggðarráð samþykkir ofangreindan viðauka við fjárhagsáætun 2013."

Viðauki við fjárhagsáætlun 2013 - breyting framkvæmda, borin upp til staðfestingar og samþykktur með átta atkvæðum. Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir óskar bókað að hún sitji hjá.