Fara í efni

Pylsuvagn á Hofsósi

Málsnúmer 1206294

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 596. fundur - 28.06.2012

Lagt fram erindi frá eigendum Sóltúns ehf., þar sem óskað er eftir að veitt verði leyfi fyrir staðsetningu pylsuvagns norðan við sundlaugina á Hofsósi eða á planinu þar sem íbúðarhúsið Sæland stóð.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til skipulags- og bygginganefndar til fullnaðarafgreiðslu.

Skipulags- og byggingarnefnd - 236. fundur - 09.07.2012

Eigendur Sóltúns ehf á Hofsósi sem reka pylsuvagn á Hofsósi óskum eftir því að endurskoða verði hið fyrsta leyfi til staðsetningar vagnsins og veitt verði leyfi fyrir hann við sundlaugina annaðhvort rétt norðan við sundlaugina eða á planinu þar sem íbúarhúsið Sæland stóð. Þetta erindi er sent skipulags- og byggignarnefnd frá byggðarráði sem fjallaði um erindið á fundi sínum 28 júní sl. Skipulags- og byggingarnefnd heimilar tímabundna staðsetningu vagnsins á lóðinni sem húsið Sæland stóð á áður.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 597. fundur - 12.07.2012

Afgreiðsla 236. fundar skipulags- og bygginganefndar staðfest á 597. fundi byggðarráðs með þremur atkvæðum.