Fara í efni

Eyrarvegur 20 - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1205023

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 236. fundur - 09.07.2012

Lagt fram til kynningar. Byggingarleyfisumsókn Kjötafurðarstöðvar Kaupfélags Skagfirðinga, dagsett 4. maí 2012. Umsókn um leyfi til að fjarlægja steinsteypta skábraut og vöruskýli austan núverandi frysta sem stendur á lóðinni númer 20 við Eyrarveg á Sauðárkróki. Einnig sótt um leyfi til stækkunar á hraðfrysti, endurbætur á núverandi frystiklefa ásamt byggingu pökkunar og afgreiðsluhúss.
Byggingaráform eru samþykkt af skipulags- og byggingarfulltrúa þann 22. júní 2012.
Samþykktin nær til þess áfanga framkvæmdarinnar sem er viðbygging yfir frystivélar og breytingar á eldra húsnæði vegna hraðfrysta.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 597. fundur - 12.07.2012

Afgreiðsla 236. fundar skipulags- og bygginganefndar staðfest á 597. fundi byggðarráðs með þremur atkvæðum.