Fara í efni

Ytra-Skörðugil III Lóð - Umsókn um landskipti

Málsnúmer 1103132

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 222. fundur - 23.03.2011

Ytra-Skörðugil III. Ágúst Jónsson kt. 030751-7369 þinglýstur eigandi jarðarinnar Ytra-Skörðugils III í Skagafirði, landnr. 176738, sækir hér með um heimild til að skipta lóð úr landi jarðarinnar, samkvæmt meðfylgjandi hnitsettum afstöðu­uppdrætti gerðum á Stoð ehf. verk­fræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni. Númer uppdráttar er S-101 í verki nr. 1017, dags. 17. mars 2011. Jafnframt er óskað heimildar til að leysa hina nýstofnuðu lóð úr landbúnaðarnotum. Fyrirhugað er að leigja Skagafjarðarveitum ehf. lóðina undir dælustöð, vegna hitaveitulagnar í Sæmundarhlíð. Lögbýlaréttur og öll hlunnindi munu áfram tilheyra jörðinni Ytra-Skörðugili III, landnr. 176738. Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 277. fundur - 02.05.2011

Afgreiðsla 222. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 277. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.