Fara í efni

Barðskirkja 146778 - Umsókn um landskipti

Málsnúmer 1102128

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 222. fundur - 23.03.2011

Barðskirkja 146778 - Umsókn um landskipti. Magnea V. Svavarsdóttir fyrir hönd Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins kt 5702691869, sækir með bréfi dagsettu 14. febrúar sl., um heimild skipulags-og byggingarnefndar og sveitarstjórnar Skagafjarðar til að skipta 7.595,0 m² lóð út úr jörðinni Barði í Fljótum, landnúmer 146777. Lóðin sem um ræðir hefur heitið Barðskirkja 146778 hjá Fasteignaskrá Íslands. Lóðin er afmörkuð og hnitasett á framlögðum yfirlits-afstöðuuppdrætti sem unnið af Sigurgeir Skúlasyni landfræðingi. Uppdrátturinn er dagsettur 18. Nóvember 2008. Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 277. fundur - 02.05.2011

Afgreiðsla 222. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 277. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.