Fara í efni

Fyrirspurn um laun stuðningsfulltrúa í fermingarferðalagi

Málsnúmer 1010179

Vakta málsnúmer

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 165. fundur - 26.10.2010

Sveitarfélagið hefur þegar tekið á sig að greiða fastan launakostnað starfsmanns í umræddri ferð. Erindið snýst um hvort sveitarfélagið eða kirkjan greiði umframkostnað vegna vaktaálags.
Félags- og tómstundanefnd fellst ekki á að greiða umframkostnaðinn og telur rétt að kirkjan tryggi sjálf að öll fermingarbörn sitji við sama borð í slíkum ferðum.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 271. fundur - 02.11.2010

Afgreiðsla 165. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 271. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.