Fara í efni

Fyrirspurn um byggingarlóð

Málsnúmer 0909078

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 185. fundur - 30.09.2009






     Fyrirspurn um íbúðarhúslóð. Þórólfur Gíslason spyrst fyrir um lóð fyrir um 250 m2 einbýlishús á einni hæð og óskar sérstaklega eftir að fá svar við hvort til greina komi að  hluta af opnu svæði milli Dalatúns og Ártúns verði breytt í íbúðarhúsalóð og að þar fáist leyfi fyrir byggingu hússins. Afgreiðslu frestað. Samþykkt að kanna hug íbúa við Ártún og Dalatún til erindisins.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 252. fundur - 06.10.2009

Afgreiðsla 185. fundar skipulags og byggingarnefndar staðfest á 252. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Skipulags- og byggingarnefnd - 189. fundur - 11.11.2009

Fyrirspurn um byggingarlóð á opnu svæði milli Ártúns og Dalatúns. Málið áður á dagskrá nefndarinnar 6.10.sl. Erindið var sent íbúum til umsagnar. Þar kemur fram sú skoðun íbúanna að halda beri umræddu skipulagi óbreyttu, þ.e sem opnu svæði til útivistar. Nefndin leggur því ekki til breytingar á núverandi skipulagi.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 255. fundur - 01.12.2009

Afgreiðsla 189. fundar skipulags og byggingarnefndar staðfest á 255. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.