Fara í efni

Umsókn um uppsetningu á skiltum við Túngötu á Skr.

Málsnúmer 0909019

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 184. fundur - 04.09.2009

Gagnaveita Skagafjarðar – Umsókn um uppsetningu auglýsingaskiltis. Arnar Halldórsson Verkefnastjóri sækir með bréfi dagsettu 2.september sl. f.h. Gagnaveitu Skagafjarðar um leyfi til að setja upp upplýsingaskilti á grænum svæðum við Túngötu á Sauðárkróki. Markmið þessara skilta er að vekja athygli vegfarenda á því að öll heimili í Túnahverfi eru nú tengd ljósleiðara frá Gagnaveitu Skagafjarðar. Meðfylgjandi umsókn er skýringaruppdráttur. Afgreiðslu frestað. Tæknideild falið að ræða nánar við umsækjendur.

Skipulags- og byggingarnefnd - 189. fundur - 11.11.2009

Málið áður á dagskrá nefndarinnar 4. september sl., þá bókað. "Gagnaveita Skagafjarðar – Umsókn um uppsetningu auglýsingaskiltis. Arnar Halldórsson verkefnastjóri sækir með bréfi dagsettu 2.september sl. f.h. Gagnaveitu Skagafjarðar um leyfi til að setja upp upplýsingaskilti á grænum svæðum við Túngötu  á Sauðárkróki. Markmið þessara skilta er að vekja athygli vegfarenda á því að öll heimili í Túnahverfi eru nú tengd ljósleiðara frá Gagnaveitu Skagafjarðar. Meðfylgjandi umsókn er skýringaruppdráttur. Afgreiðslu frestað. Tæknideild falið að ræða nánar við umsækjendur." Í dag liggja fyrir gögn sem gera grein fyrir fyrirhugaðri framkvæmd. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið samkvæmt fyrirliggjandi gögnum og heimilar tímabundna uppsetningu auglýsingarskiltanna til 1. september 2010 við Túngötu og Sæmundarhlíð.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 255. fundur - 01.12.2009

Afgreiðsla 189. fundar skipulags og byggingarnefndar staðfest á 255. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.