Fara í efni

Blöndulína 3 - Erindi Landsnets, Árna Jóns Elíassonar

Málsnúmer 0811046

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 159. fundur - 14.11.2008

Blöndulína 3. Til afgreiðslu erindi Árna Jóns Elíassonar hjá Landsneti dagsett 12. júní sl. þar sem hann óskar eftir, fh. Landsnets, að sveitarfélagið geri ráð fyrir lagnaleið fyrir Byggðalínu, 220 kV nýrri línu, í Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2005-2017. Frá Kolgröf eru tveir valkostir eru til skoðunar hjá Landsneti, svonefnd Efribyggðarleið og Héraðsvatnaleið. Skipulags- og byggingarnefnd gerir að tillögu sinni að fresta skipulagi á þessum svæðum í samræmi við 20 gr. Skipulags- og byggingarlaga. Afstaða til valkosta og lagnaleiða verði tekin þegar nánari útfærsla og hönnun liggur fyrir, báðar leiðir sýndar á skipulagsuppdrætti en skipulagi frestað.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 237. fundur - 18.11.2008

Bjarni Jónsson fulltrúi VG leggur til að afgreiðslu nefndarinnar verð breytt á þann veg að felldur verði út eftirfarandi texti: "báðar leiðir sýndar á skipulagsuppdrætti". Tillagan er felld með átta atkvæðum gegn einu.
Afgreiðsla 159. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 237. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
Bjarni Jónsson óskar bókað "Undirritaður fagnar ákvörðun skipulags- og bygginganefndar um að fresta því að taka 220kV háspennulínu sem þvera mun héraðið, inn á skipulag. Það rýrir þó gildi slíkrar ákvörðunar ef valdar lagnaleiðir eru sýndar á skipulagsuppdrætti."
Einar Einarsson leggur fram bókun meirihluta sveitarstjórnar "Samkvæmt upplýsingum frá Skipulagsstofnun þá þarf að sýna frestun framkvæmda á skipulagsuppdrætti með hvítum lit sbr. grein 4.23 viðauka 1 í skipulagsreglugerð nr. 400/1998."