Fara í efni

66 kV háspennustrengur - Varmahlíð Sauðárkrókur.

Málsnúmer 0810043

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 158. fundur - 30.10.2008

Erindið lagt fram fram til kynningar

Skipulags- og byggingarnefnd - 159. fundur - 14.11.2008

66 kV háspennustrengur milli Varmahlíðar og Sauðárkróks. Erindi Skipulagsstofnunar Þórodds F. Þóroddssonar dagsett 30. október sl. Þar kemur fram að stofnunin óski umsagnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar að teknu tilliti til 3. viðauka laga nr. 106/2000 um hvort og á hvaða forsendum fyrirhuguð framkvæmd skuli háð mati á umhverfisáhrifum. Á fundi nefndarinnar 30. október sl. var málið lagt fram til kynningar. Skipulags- og byggingarnefnd telur að meta þurfi umhverfisáhrif framkvæmdarinnar og vísar til eðli framkvæmdarinnar og staðsetningar.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 237. fundur - 18.11.2008

Lagt fram á 237. fundi sveitarstjórnar 18.11.08.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 237. fundur - 18.11.2008

Lagt fram á 237. fundi sveitarstjórnar 18.11.08. Einar Einarsson leggur til að afgreiðslu þessa liðar verði vísað aftur til skipulags- og byggingarnefndar til umfjöllunar þar sem nýjar upplýsingar hafi borist um málið. Samþykkt með níu atkvæðum.

Skipulags- og byggingarnefnd - 162. fundur - 03.12.2008

Erindi vísað frá Sveitarstjórn. Skipulags- og byggingarnefnd hefur fjallað um erindi Skipulagsstofnunar dagsett 30. október að nýju. Með hliðsjón af þeirri kynningu sem framkvæmdin fær í tillögu að Aðalskipulagi Skagafjarðar á að vera tryggt að almenningur getur komið athugasemdum sínum á framfæri. Skipulags- og byggingarnefnd telur að umrædd framkvæmd þurfi ekki í mat á umhverfisáhrifum.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 239. fundur - 18.12.2008

Afgreiðsla 162. fundar skipulags- og byggingarnefndar 03.12.08 staðfest á 239. fundi sveitarstj. 18.12.08 með níu atkvæðum.