Fara í efni

Umsókn um lóð fyrir atvinnurekstur

Málsnúmer 0803002

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 425. fundur - 05.03.2008

Lagt fram bréf frá Olíuverzlun Íslands hf þar sem sótt er um lóð fyrir atvinnurekstur. Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til afgreiðslu skipulags- og bygginganefndar.

Skipulags- og byggingarnefnd - 142. fundur - 19.03.2008

ÓB, Olís ? lóðarumsókn. Einar Benediktsson forstjóri Olíuverslunar Íslands hf. sækir með bréfi dagsettu 27. febrúar sl. um að fá úthlutað lóð milli Strandvegar, Hólmagrundar og Sæmundargötu undir starfsemi félagsins á Sauðárkróki. Til vara er sótt um lóð á horni Strandvegar og Hegrabrautar. Fram kemur í erindinu að fyrirhuguð sé bygging á mannlausri sjálfsafgreiðslustöð og einnig þurfi pláss fyrir 200 m² útibú og lageraðstöðu. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að óska eftir því við umsækjanda að gerð verði nánari grein fyrir byggingaráformum félagsins og frestar afgreiðslu erindisins að öðru leyti. Skipulags- og byggingarnefnd hefur áformað að mannlausar sjálfsafgreiðslustöðvar verði staðsettar við Borgargerði milli Strandvegar og Borgarflatar.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 225. fundur - 01.04.2008

Afgreiðsla 142. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 226. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.