Fara í efni

Landbúnaðarnefnd

13. fundur 13. nóvember 2023 kl. 09:30 - 10:45 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Axel Kárason formaður
  • Sigrún Eva Helgadóttir varaform.
  • Jón Sigurjónsson aðalm.
  • Hrólfur Þeyr Hlínarson áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Kári Gunnarsson umhverfis- og landbúnaðarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Gjaldskrá vegna lausagöngu búfjár

Málsnúmer 2310042Vakta málsnúmer

Lögð fram gjaldskrá vegna lausagöngu búfjár.
Landbúnaðarnefnd samþykkir að hækka handsömunargjald skv. 2. grein úr 10.000 kr. í 12.500 kr. frá og með 1. janúar 2024 og vísar gjaldskránni til afgreiðslu byggðarráðs.

2.Kauptaxti veiðimanna

Málsnúmer 2308044Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga um 10% breytingu á gjaldskrá vegna refaveiði veiðitímabilið september 2023-ágúst 2024. Verðlaun fyrir unnin grendýr, fullorðin og hvolpa, hækka úr 20.000 kr. í 22.000 kr., verðlaun fyrir hlaupadýr hækki úr 10.000 kr. í 11.000 kr. á dýr. Verðlaun vegna unninna minka verða óbreytt 11.000 kr. á fellt dýr. Kári Gunnarsson vék af fundi við afgreiðslu þessa dagskrárliðar.
Landbúnaðarnefnd samþykkir tillöguna og vísar henni til afgreiðslu umhverfis- og samgöngunefndar og byggðarráðs.

3.Fjárhagsáætlun 2024 - málefni landbúnaðarnefndar

Málsnúmer 2310134Vakta málsnúmer

Lögð fram fjárhagsáætlun 2024 vegna málefna sem landbúnaðarnefnd sér um í málaflokki 11 (minka- og refaveiði) og í málaflokki 13-atvinnumál.
Landbúnaðarnefnd samþykkir framlagða áætlun fyrir árið 2024 og vísar henni til byggðarráðs.

4.Rjúpnaveiðar á jörðum og landi sveitarfélagsins

Málsnúmer 2211268Vakta málsnúmer

Lögð fram bókun 67. fundar byggðarráðs þann 25. október 2023: "Lögð fram svohljóðandi bókun frá 12. fundi landbúnaðarnefndar þann 17. október 2023: "Landbúnaðarnefnd leggur til við byggðarráð að sveitarfélagið marki sér stefnu um rjúpnaveiðar á landi í eigu þess."
Byggðarráð felur landbúnaðarnefnd að koma með tillögu að stefnu um rjúpnaveiðar á landi í eigu sveitarfélagsins."
Landbúnaðarnefnd samþykkir að fela Kára Gunnarssyni umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa að undirbúa málið frekar með öflun gagna og upplýsinga.

5.Flokkun landbúnaðarlands með tilliti til hæfni til ræktunar

Málsnúmer 2310163Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 11. október 2023 frá Bændasamtökum Íslands. Flokkun landbúnaðarlands er fremur skammt á veg komin hérlendis og ekki hefur gætt fulls samræmis í aðferðum og skilgreiningu á flokkum landbúnaðarlands. Leiðbeiningum sem fylgja erindinu er ætlað að nýtast sveitarfélögum við að flokka landbúnaðarland innan sinna marka með tilliti til ræktunarmöguleika matvæla, skógræktar og/eða fóðurs og stuðla að því að slík flokkun verði unnin með samræmdum hætti á landinu öllu þannig að niðurstaða verði sambærileg. Þannig gæti fengist yfirlit yfir hversu stór hluti landsins getur talist úrvals ræktunarland. Sé landbúnaðarland flokkað samkvæmt því sem hér er lagt til, ætti það að auðvelda sveitarfélögum ákvarðanatöku við aðalskipulagsgerð í samræmi við markmið jarðalaga.

6.Skilaréttir landleiga

Málsnúmer 2310164Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar upplýsingar um hvernig leigu lands er háttað sem notað er undir skilaréttir í sveitarfélaginu.

Fundi slitið - kl. 10:45.