Fara í efni

Landbúnaðarnefnd

10. fundur 05. júlí 2023 kl. 10:15 - 12:23 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Axel Kárason formaður
  • Sigrún Eva Helgadóttir varaform.
  • Jón Sigurjónsson aðalm.
  • Hrólfur Þeyr Hlínarson áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Kári Gunnarsson umhverfis- og landbúnaðarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Samþykkt um búfjárhald

Málsnúmer 2210256Vakta málsnúmer

Málið áður á dagskrá 5. og 6. fundar landbúnaðarnefndar. Lögð fram drög að breytingum á samþykkt um búfjárhald í þéttbýli í Skagafirði.
Landbúnaðarnefnd samþykkir að fela Kára Gunnarssyni umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa að gera breytingar á samþykktinni í samræmi við umræður á fundinum og leggja aftur fyrir næsta fund nefndarinnar.

2.Úthlutun til fjallskilanefnda 2023

Málsnúmer 2211228Vakta málsnúmer

Landbúnaðarnefnd hefur úthlutað 5.238 þkr. framlagi til hluta fjallskilasjóða í sveitarfélaginu, af 8.050 þkr. fjárveitingu ársins.
Landbúnaðarnefnd samþykkir að úthluta 1.950 þkr. á þessum fundi af fjárveitingu ársins.

3.Styrkvegasjóður 2023

Málsnúmer 2212108Vakta málsnúmer

Lagðar fram upplýsingar frá Vegagerðinni varðandi umsókn sveitarfélagsins um fjárveitingu til styrkvega 2023. Samþykkt var að veita sveitarfélaginu 3.000.000 kr. í styrk. Fjármagninu hefur ekki verið útdeilt á verkefni, en málið er á forræði umhverfis- og samgöngunefndar.
Landbúnaðarnefnd leggur til við umhverfis- og samgöngunefnd að Unadalsafréttarvegur, Þúfnavallaleið, Hrolleifsdalsafréttarvegur, Flókadalsafréttarvegur, Haugakvíslarvegur, Heiðarlandsvegur og Kolbeinsdalsafréttarvegur fái forgang við úthlutun styrkfjárins.

4.Ósk um smölun ágangsfjár

Málsnúmer 2306231Vakta málsnúmer

Fjallað um beiðni um smölun ágangsfjár úr heimalandi jarðarinnar Austari-Hóls í Flókadal, dagsett 21. júní 2023, frá Þóri Jóni Ásmundssyni umráðamanni jarðarinnar. Nefndin var upplýst um erindið og svarbréf sveitarstjóra við beiðninni, dagsett 29. júní 2023. Landbúnaðarnefndarfulltrúar, Axel Kárason formaður og Hrólfur Þeyr Hlínarson áheyrnarfulltrúi greindu frá vettvangsferð sinni þann 6. júní 2023 í Flókadal, þar sem þeir ræddu við fjáreigendur.
Málið er á rannsóknarstigi en Arnór Halldórsson lögmaður er til aðstoðar við þá rannsókn og undirbúning ákvarðanatöku. Samhliða rannsókn á meintum ágangi fjár eru til skoðunar girðingamál á umræddu svæði.
Nefndin áréttar mikilvægi þess að matvælaráðuneytið vinni ötullega að því að eyða réttaróvissu sem virðist ríkja, ef marka má álit innviðaráðuneytisins frá 23. júní s.l., um rétt og skyldu sveitarfélaga til íhlutunar um mál er varða ágang búfjár, (e.a. með undirbúningi viðeigandi löggjafar), í samráði við Samband íslenskra sveitarfélaga.

5.Verktakasamningur um refaveiðar

Málsnúmer 2305015Vakta málsnúmer

Kári Gunnarsson umhverfis- og landbúnaðarfulltrúi leggur til að gerður verði verktakasamningur við Steindór Búa Sigurbergsson um veiðar á ref í nágrenni Skatastaða.
Landbúnaðarnefnd samþykkir að Kári Gunnarsson umhverfis- og landbúnaðarfulltrúi geri verktakasamning við Steindór Búa Sigurbergsson.

6.Girðing móti Tungulandi

Málsnúmer 2304020Vakta málsnúmer

Erindið áður á 9. fundi nefndarinnar þann 27. apríl 2023. Munnlegt erindi hefur borist frá Andrési Helgasyni bónda í Tungu, þar sem hann óskar eftir leigu á landi sveitarfélagsins, móti Tungulandi sunnan Gönguskarðsár.
Landbúnaðarnefnd samþykkir að beina því til byggðarráðs að landbúnaðarnefnd mælist til að Andrési Helgasyni verði leigt landið til hrossabeitar til fimm ára.

7.Fjallskilasjóður Hofsafréttar - ársreikngur 2022

Málsnúmer 2304116Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar ársreikningur Fjallskilasjóðs Hofsafréttar fyrir árið 2022.

8.Fjallskilasjóður Austur-Fljóta, ársreikningur 2022

Málsnúmer 2305210Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar ársreikningur Fjallskilasjóðs Austur-Fljóta fyrir árið 2023.

9.Kortlanging á stöðu refa í vistkerfum Skagafjarðar

Málsnúmer 2302065Vakta málsnúmer

Kári Gunnarsson umhverfis- og landbúnaðarfulltrúi kynnti fyrir landbúnaðarnefnd verkefni sem Náttúrustofa Norðurlands vestra er að vinna að um þessar mundir. Hulda Hermannsdóttir háskólanemi í vistfræði starfar að refarannsóknum í Skagafirði í sumar. Styrkur úr Nýsköpunarsjóði námsmanna kostar verkefnið. Megin viðfangsefnið verður skráning á ábúð refagrenja, þar sem tekið verður fyrir ákveðið svæði og skráð ábúðartíðni á öllum þekktum grenjum á því svæði, eins langt og heimildir finnast.

10.Nýjabæjar-/Hofsafréttarkort

Málsnúmer 2303179Vakta málsnúmer

Kári Gunnarsson umhverfis- og landbúnaðarfulltrúi kynnti fyrir landbúnaðarnefnd gerð nákvæms örnefnakorts af Nýjabæjar-og Hofsafrétt.

11.Verndun sjóbleikju í Skagafirði

Málsnúmer 2305200Vakta málsnúmer

Á aðalfundi Veiðifélags Laxár í Skefilsstaðahreppi þann 25. maí 2023, kom fram sú hugmynd að formenn allra veiðifélaga í Skagafirði sendu sínum félagsmönnum sameigilega orðsendingu, þess efnis að sýna nærgætni við sjóbleikjustofninn, sem á mjög undir högg að sækja. Fram kemur í skýrslu Hafrannsóknarstofnunar að hnign­un bleikju á norður­hveli er mikið áhyggju­efni en hnign­un er ekki bara staðfest á Íslandi held­ur er það sama uppi á ten­ingn­um í Nor­egi norðanverðum.

Fundi slitið - kl. 12:23.