Fara í efni

Landbúnaðarnefnd Svf. Skagafjarðar

44. fundur 05. október 1999
Landbúnaðarnefnd Skagafjarðar
Fundur 44 – 05.10.1999

    Ár 1999, þriðjudaginn 5. október kl. 1300 kom landbúnaðarnefnd saman til fundar á skrifstofu B.S.S. á Sauðárkróki.
    Mættir voru: Bjarni Egilsson, Skapti Steinbjörnsson, Þórarinn Leifsson, Smári Borgarsson, Símon Traustason og Sigurður Haraldsson starfsmaður.
DAGSKRÁ:
    1. Fundarsetning.
    2. Framkvæmd garnabólusetningar og hundahreinsunar 1999.
    3. Bréf er borist hafa.
AFGREIÐSLUR:
  1. Bjarni setti fund og kynnti dagskrá.
  2. Rætt um framkvæmd garnaveikibólusetningar og hundahreinsunar í sveitarfélaginu 1999. Bjarni hafði rætt þessi mál við Margréti Sigurðardóttur dýralækni m.a. um að hún tæki að sér yfirumsjón á framkvæmd. Margrét væntanleg á fundinn til að ræða málin. Er hér var komið mætti Margrét til fundar og bauð Bjarni hana velkomna til viðræðna. Fyrir fundinum lá hugmynd að verðskrá frá Margréti o.fl. og hófst nú umræða um hana. Tekið skal fram að fleiri dýralæknar koma að þessu verki, en Margrét er talsmaður þeirra. Rætt var um ýmsar útfærslur á framkvæmd verksins. Verðhugmyndir í svipuðu formi og var í samningi 1998. Samþykkt var að ganga til samninga og þeim Bjarna og Sigurði falið að ganga frá samningnum.
  3. Bjarni kynnti eftirfarandi bréf.
  1. Bréf dags. 23.09.1999 frá Ara Jóhanni Sigurðssyni þar sem hann segir af sér nefndarstarfi í fjallskilanefnd Staðarhrepps. Kosinn var í Ara stað Þröstur Erlingsson. Varamaður í fjallskilanefnd Staðarhrepps kjörinn Sigurgeir Þorsteinsson (2. varamaður).
  2. Kynnt bréf ódagsett frá Hjálmari Guðjónssyni, Tunguhálsi, þar kemur fram að hann er krafinn um fjallskilagjöld fyrir hross sem hann hefur ekki rekið á Hofsafrétt, vill Hjálmar ekki hlíta því. Landbúnaðarnefnd tekur undir sjónarmið Hjálmars og bendir á að þar sem hrossaupprekstur er takmarkaður er ekki tekið gjald fyrir hross, nema þau séu rekin á afrétt. Samþykkt að hafa samband við fjallskilastjórn Hofsafréttar um málið.
  3. Kynnt bréf dags. 17.09.1999 undirritað af Moniku Axelsdóttur og Hafsteini Kristinssyni. Bréfið er í 2 tölusettum liðum. Varðandi lið 1 er honum vísað til fjallskilanefndar framhluta Seyluhrepps og Lýtingsstaðahrepps, og svars óskað fyrir 10. nóv. nk. Varðandi lið 2 þá er afgreiðslu frestað.
  4. Bjarni kynnti leyfi til flutnings á heyi undirritað af Sigurði Sigurðarsyni dýralækni Keldum. Um er að ræða flutning á 48 rúllum frá Smiðjuhóli á Mýrum að Neðra-Ási í Hjaltadal. Landbúnaðarnefnd gerir ekki athugasemd við leyfisveitinguna.
Fleira ekki gert, fundi slitið.
Bjarni Egilsson 
Skapti Steinbjörnsson
Þórarinn Leifsson
Smári Borgarsson
Símon E. Traustason
      Sigurður Haraldsson
../kb