Fara í efni

Landbúnaðarnefnd Svf. Skagafjarðar

143. fundur 08. júní 2009 kl. 10:00 í húsi Leiðbeiningarmiðstöðvarinnar, Skr.
Fundargerð ritaði: Sigurður Haraldsson, starfsm. landb.nefndar
Dagskrá

1.Breytingar á fjallskilanefnd Hofsóss og Unadals

Málsnúmer 0906059Vakta málsnúmer

Einar Einarsson fjallskilastjóri Hofsóss og Unadals hefur óskað eftir að láta af störfum sem fjallskilastjóri. Einari eru þökkuð góð störf til fjölda ára.
Bjarni Þórisson kjörinn fjallskilastjóri. Guðrún Þorvaldsdóttir varafjallskilastjóri.

2.Ársreikningur og aðalf. Heiðadeildar Veiðifél. Blöndu og Svartár v. 2008

Málsnúmer 0905014Vakta málsnúmer

Einar E. Einarsson sagði frá aðalfundi Heiðadeildar Veiðifél. Blöndu og Svartár:
Niðurstöðutölur: Tekjur kr. 201.000,- Gjöld kr. 434.323,- Tap kr. 233.323,-. Efnahagsreikn.: Eigið fé og skuldir 31.12.08 kr. 29.196.338,-.

3.Rekstrarreikn. Upprekstrarfélags Eyvindarst.heiðar 2008.

Málsnúmer 0906060Vakta málsnúmer

Rekstrarreikn. Upprekstrarfél. Eyvindarstaðaheiðar 2008:
Niðurstöðutölur: Tekjur kr. 1.650.333,- Gjöld kr. 1.108.293,- Tekjuafg. kr. 542.040,-. Peningaleg staða 31.12.08 kr. 336.507,-.

4.Óskilahross

Málsnúmer 0906061Vakta málsnúmer

Sigurður Haraldsson sagði frá að óvenjumörg óskilahross hefðu verið skoðuð á þessu vori. Ástæða er til að minna bændur og hrossaeigendur á þá skyldu að hafa hross sín merkt eins og lög gera ráð fyrir.
Samþ. að setja auglýsingu í Sjónhornið varðandi þessi mál og minna einnig á lausagöngu búfjár á vegum.

5.Aðalfundur Veiðifél. Laxár, Skef. 2009

Málsnúmer 0904051Vakta málsnúmer

Einar E. Einarsson sagði frá aðalfundi Veiðifél. Laxár á Skaga.

6.Aðalfundur Veiðifél. Flóka 2009

Málsnúmer 0904015Vakta málsnúmer

Einar E. Einarsson sagði frá aðalfundi Veiðifél. Flóka í Fljótum.

7.Veiðifélag Sæmundarár - Aðalfundur v 2008

Málsnúmer 0905075Vakta málsnúmer

Einar E. Einarsson sagði frá aðalfundi Veiðifél. Sæmundarár.

8.Veiðifélag Miklavatns og Fljótaár - aðalfundur 2009

Málsnúmer 0903090Vakta málsnúmer

Elinborg Hilmarsdóttir á Hrauni sat aðalfund Miklavatns og Fljótaár.

9.Þjóðlendukröfur

Málsnúmer 0801016Vakta málsnúmer

Einar E. Einarsson lagði fram til kynningar bréf frá Óbyggðanefnd, dags. 25. maí 2009.
Málefni: Kröfur fjármálaráðherra fyrir hönd ísl. ríkisins um þjóðlendur á vestanverðu Norðurlandi (nyrðri hluta) og opinber kynning Óbyggðanefndar á þeim.
Í sveitarfélaginu Skagafirði nær þjóðlendukrafan til Almenninga norðan Hrauna, Hrollleifsdalsafréttar og Flókadalsafréttar (Seljadals), Unadalsafréttar, Deildardalsafréttar og Kolbeinsdalsafréttar (Hólaafréttar).
Einar sagði frá samtali við Ólaf Björnsson, lögmann sveitarfél. og bænda. Úrskurðar er að vænta innan 14 daga um svæðið fram á miðhálendinu. Samþ. var að ganga til samninga við Ólaf Björnsson um áframhaldandi vinnu fyrir sveitarfélagið varðandi kröfur Óbyggðanefndar sbr. bréf þar um þ. 25. maí sl. Samþ. að beina þessum tilmælum til sveitarstjórnar. Sigríður Björnsdóttir tók ekki þátt í afgreiðslu málsins.

10.Skýrsla milliþinganefndar um fjallskil

Málsnúmer 0904034Vakta málsnúmer

Einar E. Einarsson lagði fram til kynningar skýrslu milliþinganefndar búnaðarþings um fjallskil.

11.Trúnaðarmál landbúnaðarn. 2009

Málsnúmer 0903021Vakta málsnúmer

Trúnaðarmál tengd forðagæslu, sjá trúnaðarbók.

12.Refa- og minkaveiðar - fundur með veiðimönnum 2009

Málsnúmer 0906058Vakta málsnúmer

Einar E. Einarsson sagði frá fundi með minka- og refaveiðimönnum á Hótelinu, Varmahlíð þ. 29. maí sl., þar var úthlutað kvóta um veiðarnar til veiðimanna, vísast til þeirrar fundargerðar um tölur og fleira.

Fundi slitið.