Fara í efni

Landbúnaðarnefnd Svf. Skagafjarðar

140. fundur 26. febrúar 2009 kl. 12:00 í húsi Leiðbeiningarmiðstöðvarinnar, Skr.
Fundargerð ritaði: Einar E. Einarsson, formaður
Dagskrá

1.Refaeyðing á Eyvindarstaðaheiði

Málsnúmer 0903002Vakta málsnúmer

Borist hefur reikningur frá Húnavatnshreppi v. refaveiða á Eyvindarstaðaheiði 2008, að upph. kr. 384.411,-. Hlutur Sveitarfél. Skagafj. er kr. 271.349,-. Vegna þessa reiknings sendi formaður Landbúnaðarnefndar bréf til gjaldkera Húnavatnshrepps þar sem óskað er eftir viðræðum um fyrirkomulag veiðanna og settar fram athugasemdir við upphæð reikningsins, þar sem ekki hefur verið haft samband um fyrirkomulag veiðanna.
Í framhaldi bréfs Einars er boðað til fundar í Húnaveri n.k. mánudag 2. mars. Landbúnaðarnefnd ásamt starfsmanni mun mæta á fundinn.

2.Fjárhagsáætlun fjallskiladeilda

Málsnúmer 0903004Vakta málsnúmer

Einar dreifði drögum að Fjárhagsáætlun fjallskiladeilda í sveitarfélaginu.
Einari og Sigurði falið að ganga endanlega frá áætluninni og senda út til fjallskilastjóra.

3.Ósk um matsgjörð vegna merkjagirðingar

Málsnúmer 0903006Vakta málsnúmer

Borist hefur ósk um að Landbúnaðarnefnd tilnefni fulltrúa í matsnefnd er varðar merkjagirðingu milli Páfastaða og Litlu-Grafar á Langholti.
Samþ. var að Einar E. Einarsson taki sæti í nefndinni.

4.Þriggja fasa rafmagn í Sæmundarhlíð

Málsnúmer 0903007Vakta málsnúmer

Borist hefur ósk frá bændum í Sæmundarhlíð um að Landbúnaðarnefnd beiti sér fyrir að Rarik leggi 3ja fasa rafmagn á svæðið. Í framhaldi var samþykkt:
?Landbúnaðarnefnd skorar á Skagafjarðarveitur ehf og Rarik að kanna hvort ekki sé möguleiki á að leggja 3ja fasa rafmagnslögn í Sæmundarhlíð um leið og heitavatnslögnin verður lögð nú í sumar.?

5.Fundur með búfjáreftirlitsmönnum og dýralækni

Málsnúmer 0903008Vakta málsnúmer

Einar sagði frá fundi með búfjáreftirlitsmönnum og Ólafi Jónssyni dýralækni, mjög gagnlegur fundur. Allmiklar umræður fóru fram um búfjárhald í sveitarfélaginu.

Fundi slitið.