Fara í efni

Landbúnaðarnefnd Svf. Skagafjarðar

228. fundur 25. apríl 2022 kl. 11:30 - 13:27 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Jóhannes H Ríkharðsson aðalm.
  • Jóel Þór Árnason aðalm.
  • Valdimar Óskar Sigmarsson aðalm.
  • Þórunn Eyjólfsdóttir varam. áheyrnarftr.
    Aðalmaður: Jón Sigurjónsson
Starfsmenn
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Kári Gunnarsson umhverfis- og landbúnaðarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjálmálasviðs
Dagskrá

1.Fyrirkomulag eftirleita í Vesturfjöllum

Málsnúmer 2202141Vakta málsnúmer

Með tilvísun í bókun landbúnaðarnefndar á 226. fundi nefndarinnar þann 17. mars 2022, þá samþykkir landbúnaðarnefnd framlagaða tillögu um að greiða upp í útlagðan kostnað með inneignarkortum vegna eldsneytis. Fjármagnið vegna þessa verði tekið af framlögum til fjallskiladeilda árið 2022.

2.Samráð; Drög að breytingu á reglugerð um girðingar meðfram vegum

Málsnúmer 2204105Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 12. apríl 2022 þar sem innviðaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 68/2022, „Drög að reglugerð um breytingu á reglugerð um girðingar meðfram vegum nr. 930/2012, með síðari breytingum“. Umsagnarfrestur er til 25. apríl 2022.
Landbúnaðarnefnd er sammála um að fjárhæðír í reglugerðardrögunum séu verulega vanreiknaðar.
Landbúnaðarnefnd samþykkir að fela Kára Gunnarssyni umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa að senda inn umsögn í samræmi við umræður á fundinum.

3.Fjallskilasjóður Sauðárkróks ársreikningur 2021

Málsnúmer 2204119Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar ársreikningur Fjallskilasjóðs Sauðárkróks fyrir árið 2021.

4.Refa- og minkaveiði 2022

Málsnúmer 2202067Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að áætlun um minka- og refaveiði ársins 2022. Fjárhæðir verðlauna vegna veiða var samþykkt á 226. fundi landbúnaðarnefndar þann 17. mars s.l. Undir þessum dagskrárlið komu refa- og minkaveiðimenn til viðræðu um tilhögun veiðanna árið 2022. Mættir voru: Birgir Hauksson, Steinþór Tryggvason, Kristján B. Jónsson, Garðar Páll Jónsson, Hans Birgir Friðriksson, Stefán Ingi Sigurðsson, Friðrik Andri Atlason, Herbert Hjálmarsson, Jón Númason, Hafþór Gylfason og Egill Yngvi Ragnarsson.
Landbúnaðarnefnd samþykkir framlagða veiðiáætlun og úthlutun eftir veiðisvæðum. Nefndin samþykkir breytingu á áðursamþykktri gjaldskrá, þannig að greiðsla fyrir unna hvolpafulla refalæðu verði tvöföld (grendýr) gegn því að stafræn mynd með staðsetningu fylgi reikningi.

5.Árhólarétt viðgerðir

Málsnúmer 2107081Vakta málsnúmer

Farið yfir uppfærða áætlun á viðgerðarkostnaði við Árhólarétt. Steypuskemmdir eru víðtækari en álitið var í fyrstu og þörf á meiri uppbyggingu stólpa og veggja. Kostnaðarauki er tölverður.
Landbúnaðarnefnd samþykkir að setja viðgerðir á Árhólarétt í forgang vegna fjármagns frá eignasjóði til viðhalds skilarétta á árinu 2022.

Fundi slitið - kl. 13:27.